Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 119
BREIÐFIRÐINGUR
117
hélt áfram að vera helgidómur eyjarinnar í gleði og sorg-
um. Margir komu einmitt þangað til að kveðja hinsta
sinni og gengu til hvílu í kirkjugarðinum á hólnum.
Hún átti ekki mikið af helgigripum. Það var líkt og
aldirnar hefðu svo ótrúlega lítið skilið eftir handa henni.
Samt var þar og er mynd af munki eða dýrlingi grafin
úr jörðu, jadesteinsmynd kannski, en þó vígð dul aldanna
úr djúpi gleymskunnar og hangir á vegg inni við grátur.
En á altarinu er annar gripur, forkunnarfagurt listasmíð,
gert af einum af sonum eyjarinnar og gefið til minningar
um Jóhann Arason skipstjóra í Bentshúsi, en sonur Jóhanns,
Sigurjón gerði þessa gersemi. Það er tákn dyggðanna
þriggja. Trú, von og kærleikur. Akkeri, hjarta og kross
vandlega og listalega samanfellt úr gulli, silfri og göfgum
steini. Hef ég hvergi séð slíkan grip fegri utan lands né
innan.
En þá veit ég heldur ekki um helgigripi fleiri utan
altaristöflu, sem að vísu er fögur mynd, en ekki fágæt og
sýnir meistarann með vinunum tveim á leið til Emmaus.
Og svo kom Balthazar, Spánverjinn ungi og vinur hans,
Jökull, prestssonur úr Reykjavík. Og meðan annar skrif-
aði „Síðustu ferð suður“, málaði hinn myndir á hvelfingu
kirkjunnar.
Ekki voru né eru allir ánægðir með þessar myndir, sem
eru fjarri því að vera í hefðbundnum stíl helgimynda.
Og við fyrstu sýn virðast þær harla hversdagslegar og
þó umfram allt framandi á svip. Fólkið og hlutirnir ekki
íslenskt, eiginlega ekkert breiðfirskt algjörlega, nema fisk-
urinn eða fiskarnir, sem eru hreint ekki af hendingu eitt
elsta tákn kristinsdóms í sögu mannkyns.