Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 120
118
BREIÐFIRÐINGUR
En um leið og við hugsum táknrænt er gildi þessara
mynda fundið. Þær vaxa þá í vitund og augum og verða
allt í einu hin göfugasta list.
Þær eru fjarri hinu háðtíðlega og fjarlæga gloríuformi
helgisiða og hefða, sem einkennir flest í kirkjulegri list.
Gildi myndanna í hvelfingu Flateyjarkirkju felst sér-
staklega í því, að þær sýna kristinn dóm í verki.. Og þá
er mikið sagt.
Byrjum fremst til vinstri þegar inn er gengið. Ingjaldur
í Hergilsey stendur þar uppi á hamrinum, svo smár á
bjarginu. Hann bendir og er að bjóða sig að fórn fyrir
„sakamann“ þeirrar aldar, dæmdan og hrjáðan. Hann
getur verið táknmynd sjálfs Drottins Jesú, og þó ekki síð-
ur tákn hinnar sígildu elsku, óumbreytanlegt tákn á bjargi
anna:
„Slitin og forn eru föt mín og ljót
að flíka þeim lengur ég skeyti ekki hót“.
Þá er næsta mynd af hornsteini íslenskrar hámenningar,
þar sem bóndinn í Flatey fylgir biskupi til skips og gefur
honum Flateyjar'bók að skilnaði, skráða sögu undir súð
við kolu, sálargull fólksins úr bergi hins liðna. Hólsbúð í
baksýn, höfðingjasetur Flateyjar um aldaraðir.
Tveir bátar á siglingu, Þar sem annar táknar hinstu för
Eggerts Ólafssonar, manns morgunroðans, sem trúað var
um áratugi að mundi koma aftur og gera framtíðardraum
sinn að veruleika, hið nýja Island.
Hinn báturinn minnir á annan Eggert, sem alltof margir
hafa alveg gleymt, göfugmennið Eggert í Hergilsey, sem
flestum fremur hefur sýnt kristilegan kærleika í verki,
þegar hann bjargaði með dug og dáðum fiskveiða og fugla-
..j