Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 121
BREIÐFIRÐINGUR
119
veiða á skipi sínu fimmtíu manns frá hungurdauða er
þetta fólk leitaði til Breiðafjarðareyja eftir móðuharð-
indin. Hans mætti einnig minnast sem hins sigrandi eld-
klerks, þótt óvígður væri biskupshöndum.
Þá er næst bókasafnið, táknmynd menntahallar, sem
eyrir ekkjunnar reisti undir forsjá og hvatningu foringjans.
Þetta er sr. Úlafur Sívertsen, endurreisnarmaðurinn og
brautryðjandinn, tákn Kristsandans í Flatey þá, og kon-
urnar, sem koma með peningana, aurana sína til að hjálp-
ast við að byggja musteri andans, fyrstu bókhlöðu íslands.
Oghún stendur enn uppi á eyjunni l'íkt og minnismerki
við veg aldanna. Forngripur, dýrgripur, sem ekki má glat-
ast, ekki slitna upp.
A næstu mynd er fræðimaðurinn, fréttasafnarinn, tákn
mannsins undir súð baðstofunnar, sem ritar, skapar hand-
ritin við bjarmann frá lýsislampanum, grútarkolunni eða
hvað það nú nefndist ljóskerið við leið kynslóðanna á
Islandi. Vissulega var það geisli frá ljósi heimsins, hvort
sem það lýsti Snorra við að skrifa Eddu eða Hávamál
eða Oddi við þýðingu Nýja testamentisins í Skálholtsfjósi.
Og hér er það, Gísli Konráðsson, fræðaþulurinn í Norsku-
búð, með yl vermisteinsins við fætur og handritin að
Idateyjarsögu á hnjánum.
Síðasta mynd Balthazar á hvelfingunni vinstra megin,
þegar inn gólf kirkjunnar er gengið er tákn tónasmiðsins.
En tónarnir hafa verið annað meginmál kirkjunnar alla
tíð. En túlkunin var jafnan þríþætt: Orð, tónar, myndir.
Og þarna er það læknirinn Sigvaldi Kaldalóns, sem
látinn er tákna þennan þátt. Og hann leitar tónanna á tali