Breiðfirðingur - 01.04.1975, Síða 122
120
BREIÐFIRÐINGUR
við alþýðuna, hlustar eftir ómunurn á hjartastrengjum
fólksins. Og 'þaðan koma lögin:
„Kirkjan ómar öll“ við ljóð dalaskáldsins frá Hvítadal,
„Island ögrum skorið“ við ljóð eyjamannsins, sonar ár-
roðans í íslensku þjóðlífi, Eggerts Ólafssonar. Bæði fyrst
flutt í þessari kirkju í Flatey í desember 1928. Annað um
jólin, hitt 1. desember. Og þaðan bárust hljómarnir til
hvers einasta hjarta á íslandi og munu enn orna þar um
aldir, kannski eftir að kirkjan á hólnum í eyjunni er gleymd.
Þá lítum við á hvelfingu kirkjunnar hægra megin, þegar
inn er gengið, og byrjum innst.
Þar mætti telja leyniþráðinn, sem tengir myndirnar,
vera atvinnulífið í eyjunni. En tákn og hugsun byggir þó
myndirnar af grunni, þótt vissulega séu þessi norrænu
vinnubrögð suðræn á svip.
Það er ekki íslenskt skip eða breiðfirskur bátur, sem
fólkið er að smíða á innstu myndinni næst predikunar-
stólnum. En táknin eru söm við sig. Skipið er tákn kirkj-
unnar. Hún er báturinn, sem við erum að smíða og í henni
erum við öll í sama báti, hvar sem hann er í veröldinni.
Og vissulega er þetta skip frá Ararat, örkin sjálf, sem ein
getur bjargað í syndaflóði grimmdar, heimsku og haturs.
Og vissulega má það vera suðrænt á svip alla leið frá
Genezaretvatni með meistarann frá Nazaret innan borðs,
sem hastar á vind og sjó og kyrrir allar öldur úr sínum
prédikunarstóli í stafni skipsins. Og vissulega voru það
fiskimenn og sjóarar, sem voru hans fyrstu fylgismenn og
lærisveinar, verkamenn á strönd, í vör og á bryggju, rétt
eins og fólkið í Flatey eða hvaða eyju heimsins sem vera
skyldi.