Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 124
122
BREIÐFIRÐINGUR
En prestsþjónustan var vissulega erfitt starf í eyjunum
og krafðist mikilla fórna í hættum storma og stórsjóa. Um
það er Prestaflaga óbrotgjarn minnisvarði. En þar eru sjö
prestar, sumir segja tólf, sagðir hafa drukknað af einum
háti.
Síðasta mynd Balthazar á hvelfingu Flateyjarkirkju er
inyndin af vinnu við æðarvarp. Og fátt á þessari jörð gæti
fremur verið tákn friðar og sælu en einmitt æðarvarpið
með öllu sínu ljómandi vori, ljóðum og söng.
Þar þarf ekki að deyða neitt til að afla fanga en aðeins
að sýna nærgætni, ástúð og virðingu fyrir lífi og fegurð.
Hreiðrið er tákn heimilishamingju og fullkomins upp-
eldis, þar sem móðirin reytir af sér dúninn, kannski blóð-
fjaðrir, til að vernda og veita líf, ylja, lífga, vernda, hugga.
Ef guðs ríki sem sérstakur staður væri hér táknað í sýni-
legum heimi umhverfis, þá væri það ekki betur gert en
með friðsælu, fögru varplandi á vori, breiðfirsku vori.
Þá hefur verið bent á flestar Balthazarmyndirnar í hvelf-
ingu Flateyjarkirkju í Breiðafirði.
Mér er tjáð, að þessi útlendi listamaður hafi gefið
kirkju og söfnuði þessi listaverk sín. Það er stór gjöf, sér-
stæð, ómetanleg til arðs og aura.
En eyjan er nærri auðn og söfnuðurinn bráðum eyddur
til síðasta manns. Hver á að erfa þennan auð, kirkjuna,
altaristákn hinna æðstu dyggða og myndirnar af kristin-
dómi hversdagslífsins í hvelfingunni? Hver á að varðveita
þær? Málaðar á pappír? Eftir fá ár orðnar að engu? Einu
sinni spurði Matthías Joch.: „Hvað má höndin ein og ein?
Allir leggi saman“. Hér á það við. Komið nú unnendur