Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 6

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 6
Flosi Jónsson frá Hörðubóli: Sauðafell Eitt sögufrægasta höfuðból í byggðum Breiðafjarðar er Sauðafell í Dölum. Eru ýmsir stórviðburðir einkum á Sturlungaöld og síðar tengdir staðnum. Bærinn stendur hátt í miðri sveit vestan í samnefndu felli og er útsýni þaðan bæði vítt og fagurt. Ekki er vitað hvenær þar hefur fyrst byggt verið, en eftir því er segir í Laxdælu hefur það verið snemma á Söguöld. Sighvatur Sturluson keypti Sauðafell og fluttist þangað um 1200 og bjó þar til 1215 er hann fluttist norður að Grund í Eyjafirði. Sturla sonur hans hóf búskap á Sauðafelli 1221 og hafði þar bú til æviloka 1238. Hann var kvæntur Sólveigu Sæ- mundsdóttur frá Odda. Hrafn Oddsson hirðstjóri (f. 1226 d. 1289) bjó um hríð á Sauðafelli, en hann átti Þuríði dóttur Sturlu Sighvatssonar. Hrafn vareinnhinnatkvæðamesti maður sinnar tíðar og stóð manna fastast gegn valdi biskupa. Hann fékk sýslu um alla Vestfjörðu 1270 og hirðstjóri yfir öllu Islandi varð hann 1279. Hrafn Oddsson tók mikinn þátt í þeim átökum er áttu sér stað í lok Sturlungaaldar og komst klakklaust úr þeim hildarleik. Sumir telja Hrafn hafa dáið úti í Túnsbergi, en aðrir að hann hafi komið veikur heim að Sauðafelli og andast þar. Daði Guðmundsson í Snóksdal (f. 1490-1500 d. 1563) rak og bú á Sauðfelli og þar handtók hann Jón biskup Arason og sonu hans 2. október 1550. Foreldrar Daða voru Guðmundur Finnsson í Snóksdal og kona hans Þórunn Daðadóttir.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.