Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 9

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 9
BREIÐFIRÐINGUR 7 Á Sauðafelli hefur oft verið margbýlt og margir búið þar aðeins örfá ár, enda gefur auga leið að ekki hefur verið á færi efnalítilla manna að taka alla jörðina til ábúðar, því leigumáli mun oftast hafa verið allhár þótt hann væri nokkuð breytilegur eftir árferði. Árið 1703 var landskuld af Sauðafelli þrjú hundruð á landsvísu, sem jafngildir 18 ám með lömbum í fardögum og leigukúgildi voru 12, en eftir hvert kúgildi bar að greiða 2 fjórðunga (10 kg) af smjöri. Getur þá hver sem vill reiknað þetta til núgildandi peningaverðs. Samkvæmt helstu manntölum, sem fram hafa farið 1703-1901 hefurtalabændaog heimilisfólks á Sauðafelli verið sem hér segir: Árið 1703 eru á Sauðafelli 2 bændur og heimilisfólk alls 15 1762 3 bændur alls 19 1801 3 - - - - 19 1835 3 - - - - 8 1840 3 - - - - 21 1850 3 - - - - 18 1880 2 - - - - 22 1890 1 - - - - 13 1901 1 - - - - 16 Af þessu ófullkomna yfirliti sést að á ýmsu hefur oltið um eignarhald og ábúð þessa stórbýlis. Oft hefur það verið í leiguábúð, en þó að mestu í sjálfsábúð síðustu hundrað árin. Nú um 70 ára skeið hefur sama ættin búið á Sauðafelli og standa vonir til að svo geti orðið áfram og Sauðafell þannig orðið ættaróðal, sem hæfði vel þessu forna höfuðbóli. Niður af túninu er víðlent mýrlendi, sem nefnist Sauðafellstunga milli Miðár og Tunguár, en Tunguá ræður merkjum að Háafellslandi,en þar eru merkin frá Lambeyri beint

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.