Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 11

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 11
BREIÐFIRÐINGUR 9 Sauðafell 1897 frá Sauðafellsför Vatnsfirðinga að þar hafi verið hýbýli góð og skáli tjaldaður, útidyr með dýrshöfði, útskornu og aðrar með útskornum vindskeiðum. Má telja víst, að þar hafi verið löngum mikill húsakostur, því jafnan hefur verið þar mannmargt. Björn Bjarnason sýslumaður reisti á Sauðafelli rétt fyrir aldamótin 1900 reisulegt íbúðarhús af timbri með hlöðnum kjallara. Þetta hús stendur enn, en hefur verið endurbætt á margan hátt. Björn byggði einnig upp öll gripahús og stóra heyhlöðu lét hann reisa, enda rak hann stórbú og gerði miklar framkvæmdir í jarðabótum. Arið 1703 er talið að á Sauðafelli megi hafa 12 kýr. í búskapartíð Björns sýslumanns varð túnið 12 ha og var það þá stærsta tún sveitarinnar, en 1970 er það orðið um 32 ha. En öll mannanna verk eru háð tímans tönn og alltaf verður að standa í framkvæmdum, ef ekki á að miða aftur á bak. Nú á síðari

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.