Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
árum hefur verið staðið svo myndarlega að umbótum að vel
hæfir þessu forna höfuðbóli. Utihús hafa verið byggð að nýju og
íbúðarhús hefur verið reist eftir kröfum tímans. Allt bendir því
til að Sauðafell eigi bjarta framtíð sem fyrirmyndarbýli, ef fólkið
sem þar vex upp trúir á mátt moldarinnar og heldur tryggð við
staðinn. Mun þá höfuðbólið halda sinni reisn, ekki í skjóli auðs
og valda eins og til forna, heldur í manngöfgi og mildi, þar sem
öllum er veitt hjálp og góð ráð í önn hins daglega lífs.
Úr Hvammsannál anno 1737
..Harðnaði enn meir með jólum, mest með kyndilmessu,
svo víðatók fyrir jarðir, samt mislagðist mjög veturinn. Þágekk
og enn blinda á fénu sumstaðar fyrir austan. Þann 16. og 17.
Februarii var stórmikið kafald, svoþáurðuúti 11 menn í Vöðla-
og Þingeyjarþingi og meir en 16 hundruð fjár fórst þá þar.I
sumarmálavikunni kom og stórhríð í hverri mest fórst af peningi
manna, hestum og fé, svo sumir misstu allt sitt, sem langt er að
telja. - í Hvammssveit fórst 5 hundruð fjár samantalið og 33
hestar, líkt því varð og fellir á Fellsströnd og Skarðsströnd út
undir Klofning. Margt af sauðfé hrakti í sjó, en sumt hordó, en
skárra var annarsstaðar í Dalasýslu.