Breiðfirðingur - 01.04.1981, Síða 13
Jens Skarphéðinsson frá Oddsstöðum:
Ættarþœttir I
Katrín Jónsdóttir og Olafur Brandsson.
Ritstjóri Breiðfírðings hefur beðið mig að færa á blað næstu
niðja hjónanna Katrínar Jónsdóttur og Olafs Brandssonar, er
síðast bjuggu í Knarrarhöfn.
Katrín var fædd í Gerði í Hvammssveit 3. febrúar 1851, d. 5.
desember 1927. Foreldrar hennar voru Jón Þorgeirsson, f.
lO.nóvember 1822, d. 26. ágúst 1907. Jón bjó lengi í Stóra-
Galtardal á Fellsströnd. Kona hans var Halldóra Jónsdóttir, f.
12. nóvember 1829, d. 9. september 1900. Þau voru bteði af
Dalamannaættum í næstu ættliði.
Olafur var fæddur á Orrahóli á Fellsströnd 12. maí 1850, d.
27. ágúst 1929. Hann var sonur Brands Jónssonar bónda þar, f.
27. nóvember 1798, d. 2. ágúst 1881 og konu hans Guðrúnar
Jónsdóttur, f. 28. febrúar 1808, d. 24. janúar 1885. þau voru
systrabörn. Börn Katrínar og Olafs voru 15, þar af komust 12 úr
barnæsku en ættir eru frá 10 þeirra. Hér verða þau öll talin í
aldursröð.
1. Kristján Ólafsson f. á Orrahóli 7. apríl 1874, d. 23.
okt. 1890.
2. Guðrún Ólafsdóttir f. á Bálkastöðum í Hrútafirði 15.
ág. 1875, d. 18. sept. 1946. Átti Björn kaupm. og
trésmið í Brautarholti, síðar í Borgarnesi, f. 14. ág.
1873. d. 18. apr. 1953, Jónssonar Bjarna bónda á