Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 32

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 32
30 BREIÐFIRÐINGUR hreinleika og kyrrðar, einhver unaðarró sem nú er svo sjaldgæf. Ekki man ég hvað hjónin þarna hétu eða heita. Það er svo skrýtið, að það hefir lent útundan í minningunni. Yfir þeim er einhver hulinsblær eins og þau tilheyri hulduheimum. Þó voru þau svo sannarlega jarðnesk í einu og öllu. Töfrar staðarins voru ekki fyrst og fremst bundnir þeim, heldur bænum þeirra og næsta nágrenni hans. Þetta var ósköp fyrirferðarlítill bær með nett og sviphýrt stafnþil milli veggja úr grjóti og torfi. Og þó var því líkast sem þetta væri eiginlega ekki grjót og torf, heldur væri byggt úr blómum og bergskófum, svo algróið og skrúðfagurt var þarna allt hátt og lágt. Hleðslurnar voru lýtalaus listasmíð og svo var líkast sem skaparinn hefði auðsýnt velþóknun sína með því að planta grænku og blómadýrð meðfram hverjum einasta steinjaðri og hvarvetna á milli hnausanna ogtorfanna. Og þarna var líka garður við bæinn, girtur grónum skrúða, en sjálfur búinn yfirlætislausu blómaskarti. Allt var þetta svo smágert og hýrt, en samsvaraði svo vel hvað öðru að unun vakti. Mér var innanbrjósts eitthvað líkt og forðum í Sviðnum. Fegurðin hafði snortið mig á ný með töfrasprota náðar sinnar og opinberað mér hvað verður til þegar listamaðurinn og skaparinn leggjast á eitt. Aldrei aftur hefi ég komið að Gerði í Hvammssveit og ekki hefi ég haft miklar spurnir þaðan. Líklega er það líka best. Líkurnar eru þúsund á móti einni, að nú hafi töfrarnir rofnað og fegurðin látið á sjá, sé jafnvel horfin allrar veraldar veg. Víða hefir dugað skemmri tími en 33 ár til að leiða niðurníðslu og ljótleika á innsta bekk. Samt vona ég og óska af heilum hug, að ekki hafi sú orðið raunin þar í Gerði. Kannski bæti ég litlu við þennan boðskap minn með því að tilgreina þriðja dæmið um það þegar fegurðin opinberaðist mér á bóndabæ. En það væri ósanngjarnt að láta þess ógetið. I því dæmi eru það líka fyrst og fremst mannaverk, sem vöktu

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.