Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 40

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 40
38 BREIÐFIRÐINGUR var skemmtilegt að moka. Nokkru fyrir framan dyrnar, var fjóshaugurinn. Torfhlaða var við fjósið. Túnið var stórt, nokkuð þýft, þó voru góðar flatir, til að flekkja á. Vestast var fjárhúsatúnið. Þar voru aðalfjárhúsin, tóftir við þau, nema lítil hlaða við afahús. Austast átúninu voru svo lambhúsin, við þau var heyhlaða úr torfi. Hesthús var þar í túnjaðrinum. Ekkert man ég um fjölda kvikfénaðar, þessi árin, eflaust breytilegt. En lýsingin er miðuð við árin fyrir og um 1900. Alltaf var mannmargt í heimili. Um þessar mundir, 1900 höfðu foreldrar mínir eignast 7 börn, (alls urðu þau 14) elsti bróðir minn dó á 7. ári, þá var ég 5 ára. Svo var 1 vinnukona og vinnupiltur og ömmusystir mín, fyrrv. ljósmóðir, ekkja, barnlaus, hún var fóstra mín. A hinu búinu voru ekki börn, því færra fólk. Afi og amma bjuggu að nokkru sér, annars hafa þau eflaust haft þá hjálp sem þau þurftu, þar sem bændurnir voru synir þeirra. Samkomulag fólksins á heimilinu held ég að hafi verið ágætt. Okkur krökkunum var kennt að sýna öðrum tillitsemi og virða eldra fólkið. Sem dæmi, amma sagði einu sinni í minn orðastað: „Reynir mjólka rollurnar, rauna meður vamma; kemur svo með kollurnar, kerlingin hún amma.” Allir á heimilinu ávörpuðu ömmu: „Helga mín” eða „Helga mín góð”, þeir sem ekki kölluðu hana ömmu eða mömmu. Hún var sérstaklega vinsæl og virt. Hún var líka alltaf að græða og fræða. Eg varð snemma að reyna að taka eftir húslestrunum, því ég átti von á því, að amma kallaði á mig, eftir lesturinn og „spyrði mig út úr.” Svo sagði hún mér margt fallegt. - A kvöldin, þegar börnin voru háttuð, voru þau látin lesa hátt bænir sínar, fyrst var signingin, faðir vorið og svo öll versin. Flest versin kenndi móðir mín okkur. Oft reyndi ég að flýta mér, versin voru svo mörg; á eftir buðum við góða nótt:

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.