Breiðfirðingur - 01.04.1981, Blaðsíða 42
40
BREIÐFIRÐINGUR
lesandi, mér var bent á bækurnar á hillunni og sagt að ég ætti að
lesa þetta sjálf, en ekki að vera að láta segja mér sögurnar. En
bækurnar voru svo stórar og þykkar, mér fannst ómögulegt að
ég gæti nokkurn tíma lesið þær. Þennan vetur var á ferð og gisti
hjá okkur bóksali, sem kallaður var Tómas spólurokkur. Hann
tók úr tösku sinni mynda- og sögubók, sem hét Samtíningur;
hann gaf mér hana og sagði að ég ætti að vera orðin lesandi,
þegar hann kæmi næst. (Hann kom nú aldrei aftur). Þessi
Tómas var raddmaður mikill og þetta kvöld sem hann gisti hjá
okkur, kvað hann alla Kjartansrímu, eftir Símon Dalaskáld.
Mikið fannst mér það gaman. Annars var ekki mikið um
rímnakveðskap hjá okkur, ég held að faðir minn hafí ekki verið
mikið hrifinn af honum, enda var tíminn svo naumur hjá
honum, hann varð líka að nota kvöldin til að kenna börnum og
unglingum, sem voru hjá honum. Svo voru kvöldvökurnar ekki
svo langar hjá okkur, því að kl. 10 var lesinn húslesturinn og að
því loknu fór fólk að hátta. Sumir lásu við týruljós í rúmum
sínum. Faðir minn hafði týru á koffortinu við rúmið sitt og las
fram á nótt.
Húslesturinn var lesinn á hverju kvöldi frá veturnóttum til
páska. Fyrst til nýjuviknaföstu var lesið á kvöldin í hugvekjum
og sunginn sálmur úr sálmabókinni. Svo þegar níuviknafastan
byrjaði, var lesið í föstuhugvekjum Péturs biskups og sunginn
einn passíusálmur á kvöldi. Faðir minn færði koffortið sitt nær
lampaljósinu og las og söng, allir tóku undir sönginn sem gátu,
margar konurnar þurftu ekki að horfa á bók. Eftir lesturinn
bændu sig allir og þökkuðu svo fyrir lesturinn með handabandi.
Þegar ég var á 9. árinu, var á heimilinu húskona með dóttur
sína, sem var jafngömul mér; þá var faðir minn nokkrar vikur að
kenna á bæ í annarri sveit. Þá lásum við Sella húsiesturinn sitt
kvöldið hvor. Vissara fannst okkur að hafa faðirvorið skrifað.
Um þetta leyti fór ég að læra biblíusögurnar, svo gaf faðir minn