Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 44

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 44
42 BREIÐFIRÐINGUR Þó að skólatíminn væri ekki langur, hafði ég mikið gott af honum. Heima hafði ég líka nægan tíma til að læra, en námsbækurnar voru ekki margar. Það voru biblíusögur, Helgakver, landafræði Mortens Hansen, málfræði Valdimars Ásmundssonar og svo söngfræði Jónasar Helgasonar. - Vorið sem ég fermdist, komu svo nýjar námsbækur, náttúrufræði, Islandssaga, skólaljóð, það þótti góður fengur. - Helgakver lærði ég vel, faðir minn setti mér lítið fyrir, tæpa blaðsíðu á dag, en hann útskýrði svo vel, hverja einustu grein, að allt varð ljúft og létt að læra, enda margar greinarnar svo ljóðrænar og skemmtilegar; sumar voru þó sem ekki var gott að skilja, lét ég þær þá eiga sig. Próf var á hverju vori, fyrir börn frá 10 ára aldri til fermingar. Presturinn í Hvammi var prófdómari. 011 börnin komu labbandi, sum 8-9 km. leið, þau höfðu með sér skriftarseðilinn og reikningsspjaldið. (Mér fínnst dálítið gaman að því, að ég á enn skriftarseðilinn minn, þegar ég var 10 ára.) Mig langaði ósköp mikið til þess að verða hæst á prófínu. En það var við ofjarla að etja í reikningnum þar sem voru Sigmundur bróðir og Guðbrandur Isberg. Vorið 1907 fermdistég. Viðfermingarbörninvorum3-4daga hjá prestinum, til undirbúnings. Með mér fermdust 5 börn. Mér er minnistæð stundin í kirkjunni, úti var hlýtt vorveður og sólargeislarnir fylltu kirkjuna. Ég sat í sætinu og var töluvert áhyggjufull. Hvar skyldi ég koma upp í kverinu? Þá létu prestarnir börnin þylja og svara út úr, fyrir altarinu. Þegar röðin kom að mér, sagði presturinn: „Hver er vor þarfasta iðja?” Þá létti af mér áhyggjunum, ég sá í huganum greinina í 10. kaflanum, á miðri blaðsíðu til hægri handar: „Bænin er vor þarfasta iðja, hún losar hjartað við heiminn og dregur það nær Guði, veitir oss styrk í veikleikanum, huggun í hörmungunum, styður trú vora og eflir elsku vora til Guðs.” Og svo var

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.