Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 45

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 45
BREIÐFIRÐINGUR 43 áframhald. Þegar heim kom var hátíðleg stund, presturinn kom með okkur og skírði yngsta bróður minn, Kristján. Svo var drukkið kaffl með góðu bakkelsi. Það var nú alltaf viðburður, sem breytti hversdagsleikanum. Fermingargjafir fékk ég engar, nema frá foreldrunum, en þær voru líka mikils virði. Það voru peysuföt með öllu tilheyrandi og nýr söðull og beisli. Þetta hefur verið útgjaldaátak, fyrir fátækan bónda, með 10 börn í ómegð. En þetta var metnaður hjá foreldrunum, að láta unglingana fá reiðtygi þegar þeir fermdust, það var erfitt að komast af án þeirra, þegar ferðast var á hestum og illt að fá slíkt að láni. Ein hjón í sveitinni áttu 9 börn. 2 elstu systurnar fermdust saman. Þær fengu, hvor þeirra, peysuföt, stígvélaskó, sjal, reiðföt, söðul og beisli. Það er furðulegt hvað bændur gátu lyft þungum útgjaldabagga, en unnið var af kappi og allt sparað hversdagslega. Alit flestra var, að eftir fermingu bæri unglingum að leggja meiri stund á verkleg störf en bókleg. A mínu heimili var þó ekki amast við bókalestri. Nú fóru systkini mín, hvert á fætur öðru að komast á kennslualdurinn. Það var ekki erfitt að kenna þeim að lesa, þau voru fljót að læra. Þau eldri hjálpuðu þeim yngri, svo tók faðir minn við, þegar þau fóru að læra bækurnar. Ekkert systkinanna hlaut kennslu utan heimilis, fyrir fermingu. Bókakostur var nokkur á heimilinu. Fyrir utan guðsorðabækurnar, voru það einkum íslendingasögurnar, sem faðir minn átti allar í góðu bandi, þær voru mikið lesnar. Svo voru Fornaldarsögur Norðurlanda, Þjóðsögur og ýmsar smábækur. Ég man líka eftir 4 innbundnum bókum af neðanmálssögum „Lögbergs”, „Horn kapteinn”, „Þokulýður- inn”, „Rauðir demantar” og „Hvíta hersveitin”. Ég held að „Lögberg” hafi verið sent frá Ameríku og sögunum haldið saman.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.