Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 48

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 48
Fiðlarinn úr Hörðudalnum Breiðfirðingur hefur áður birt mynd af manni, sem heldur á fiðlu sinni. Það var Guðmundur Guðmundsson úr Gvendareyjum. - Nú kynnir ritið annan Breiðfírðing, sem átt hefur fiðlu allt frá unglingsárum - Gest Jósefsson frá Hlíð í Hörðudal. Gestur er fæddur á Fremri-Hrafnabjörgum í Hörðudal 22. maí 1898, sonur Jósefs Jónassonar bónda þar og Halldóru Gestsdóttur. Kona Gests er Olafía Jónsdóttir frá Þorgeirs- staðahlíð. Þau hjón voru við búskap nokkuð á fimmta áratug á Ytri-Hrafnabjörgum og Hlíð en fluttu til Reykjavíkur árið 1975 og hafa dvalið þar síðan. Fyrstu kynni Gests af fiðlu hófust þegar Vilhjálmur Ogmundsson frá Vífilsdal - seinna þekktur bóndi og stærð- fræðingur á Narfeyri kom ungur frá námi úr Verslunar- skólanum í Reykjavík 1914. Kom þá Vilhjálmur með fiðlu að sunnan og lék nokkuð á hana. Það voru fyrstu fiðlutónleikarnir, er bárust að eyrum Gests. Þá var hann 16 ára. Ennþá seiðir Gestur fram fallega tóna úr fiðlu sinni. Þar kemur fram næmt tóneyra og áratuga þjálfun - þó án skólagöngu. - A öðrum áratug þessarar aldar var ekki margra kosta völ fyrir námfúsa tónlistarunnendur. Nú um nokkurt skeið hefur starfað Tónlistaskóli Dalasýslu í Búðardal. - Má geta nærri að fiðlarinn úr Hörðudalnum hefði sest þar á bekk, ef þess hefði gefist kostur fyrir 6-7 áratugum.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.