Breiðfirðingur - 01.04.1981, Síða 50
Örnefni í Snókdals sókn,
eptir
Jón Jónsson, bónda í Hlíð í Hörðadal'.
(Ur safni til sögu Islands)
I. Ornefni úr fornsögum.
Landnámabók, Laxdælasögu, Eyrbyggju, Hænsa-Þóris sögu,
Bjarnar sögu Hítdælakappa og Sturlúngu.
Dúnkaðarstaðir: Bær þessi er einn af þeim sex bæjum, sem eru á
milli Skraumuhlaupsár og Skógarstrandar, og kallaðir eru
útbæir. Þessi jörð heitir nú Dúnkr, og hefir lengi haft það nafn.
Alþýðu saga er: að bær þessi dragi nafn af því: að Gauti nokkur
hafi byggt Gautastaði í landnámstíð, og hafi hann haft þar
rauðablástr og smiðju sína, og Gauti lúð járnið þar, sem
skömmu síðar hafi verið bygðr bærinn, og látinn heita á Dúnki.
Enn í dag er sýndr reksteinn Gauta í túninu á Dúnki, skammt
fyrir ofan heygarðinn, hann er að mestu sokkinn í jörð, og eru
tvær holur ofan í hann af mönnum gjörðar, önnur stærri en
önnur minni: sú hin stærri eptir steðja, en hin eptir saumhögg.
Aðrir ætla, að bærinn dragi nafn af ánni, sem fellr skammt fyrir
vestan bæinn og hét að fornu Dúnká, segja menn hún hafi svo
verið kölluð af því, að í henni er hár foss, sem mikill niðr heyrist
í; nú er á þessi almennt kölluð Bakka-á, af því bærinn
Dúnkárbakki stendr á árbakkanum vestan til við ána. Jörð þessi
var fyrrum talin XL hundruð að dýrleika, og hefir það verið með