Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
heitið, hver eð hafí haldið sig þar í dalnum um landnámstíma, og
dulizt þar í skógi um hríð.
Sópandaskarð; það liggr milli Lángavatnsdals og Laugadals,
og hefir þar alltaf verið þjóðvegr yfir, frá fyrstu byggíngu
landsins. Alþýðu sögn er, að bær hafi verið á skarðinu í fornöld,
sem Sópandi hafi heitið, og hafi skarðið dregið nafn af bænum,
en sé það satt, þá hefir bærinn að líkindum verið annaðhvort að
vestanverðu á því, við Mjóadalsá, eða að austanverðu í
Víðimúla, en hvergi sér þar nein deili til bæjarrústa eða girðínga,
og væri það býli lagt i eyði fyrir mjög löngum tíma.
Svínbjúgsdalr liggr til útsuðrs úr Selárdal, upp á
Hítardalsheiði norðanverða, og liggr Bjúgsvegrinn, sem nú er
kallaðr, eptir honum, hann hefir dregið nafn af fjallinu, sem er
sunnan við dalinn, og hét Svínbjúgr, því hann er í lögun líkr
svínsbust, en nú er fjallið kallað Bust, og dalrinn Bustardalr, en
áin Bustará.
Túnga; sá bær stendr fyrir miðjum Hörðadal, í túngunni milli
Laugadals og Vífilsdals, og ber hið sama nafn enn. Jörðin hefir
verið metin XXIV hundruð, en nú ekki full XVI hundruð.
V estliðaeyri; svo heitir eyrin út með sjónum, frá
Snóksdalspollum út að Skraumuhlaupsá, og liggr eptir henni
þjóðvegr. Eyrin mun draga nafn af Vestliða, syni Ketils á
Ketilstöðum, sem fyr var nefndr. Sagt er, að Irskir hafi haft
verzlun á þessari eyri, líklega á 15du öld. Irska-leið er kennd við
þá, sem liggr um eyjasundin inn á Hvammsfjörð; og sést fyrir
húsatóptum þar sem kaupstaðrinn skal verið hafa, vestarlega á
eyrinni er djúpr pollr í götunni, og heitir Lestapollr, þar hefir
verið talið þíngmannaleiða skipti.
Vífilsdalr. gengr inn af Hörðadal til landsuðrs, og standa í
honum tveir bæir, er báðir heita Vífilsdalr, fremri og neðri.
Dalrinn og bæirnir draga nafn af Vífil, leysingja Auðar
djúpuðgu, sem gaf honum dalinn til bústaðar, og bjó hann í