Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 55

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 55
BREIÐFIRÐINGUR 53 fremra Vífílsdal. Menn segja, að leiði hans sé í hinu forna túni, nærri út við gilið, sem rennr fyrir vestan forna bæinn. Fyrrum var öll jörðin XL hundraða, en síðar var henni skipt í tvær jarðir, og var fremri Vífilsdalr XXIV hundruð, en neðri Vífilsdalr XVI hundruð; báðir bæirnir stóðu vestanvert við ána. Opt hljóp bæjargilið í fremra Vífilsdal þar á túnið, og eyðilagði mikið af því, einkum 1849, svo að bænum þótti ekki óhætt, ef hann stæði kyrr í sama stað, og var hann þá fluttr sama ár austr yfir ána, og bygðr þar á holti, gagnvart forna bænum; því var jörð þessi, sem þá þótti túnlaus, metin svo lágt við hið nýja jarðamat, sem fram fór sama ár og bærinn var færðr; er því jörðin talin hálft hundrað, en neðri Vífilsdalr freklega X hundrað, í hinni nýju jarðabók. II Örnefni eptir alþýðusögum. Gautastaðir, Gautahóll; sagt er, að Gauti hafi heitið sá sem byggði á Gautastöðum, í þann tíma sem Ketill byggði á Ketilstöðum, sem áðr er getið; þá hafi annaðhvort heitið, eða verið auknefndr Selr sá, sem bjó í Selárdal, og hafi allir þessir þrír nábúar verið vinir, og mælt svo fyrir, að grafa skyldi þá alla hvern nálægt öðrum, svo þeir gæti fundizt og talað saman, en þó hvern í sinni landareign, og þetta hafi verið gjört; liggi Ketill í Ketilshól, innanvert við Skraumu, Gauti í Gauthól, þar móts við, utanvert við ána, og Selr í Selhól, sem er framanvert við Hafradalsá, móti Gauthól; þessir hólar sýnast tilbúnir af náttúrunni, og engin mannaverk sjáanleg á þeim. Líka er mælt að Ketill hafi mælt svo fyrir, að frá haug sínum sæist að Ketilstöðum, fyrir handan fjörð, því þar er sagt hann hafi haft annað bú; þetta stendr og heima, að af Ketilhól sést að KetilsstÖðum í Hvammsveit. Helgufell, Helguhóll, Helgusœng. Helgufell stendr á landamærum milli Dúnkar og Hítardals, eðr milli Dúnkárdals

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.