Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 57

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 57
BREIÐFIRÐINGUR 55 Einhamrar; þeir eru sunnanvert á Laugadal, fyrir framan svo kölluð Þrengsli; og eru þeir landamerki milli Túngu og Hrafnabjarga, þar sem þeir eru hæstir. Gilsbakki er hjáleiga frá Snóksdal, sem er skammt þar frá túninu; þetta kot var lengi í eyði á átjándu öld, og til 1830, að þar var byggt upp aptr; nú er þar búið, og talið sjöttúngr úr jörðinni. Gljúfurá; hún fellr úr áðr nefndum Arnardal til norðrs í Hvammsfjörð, og er hún landamerki milli Hólmlátrs og Gunnarstaða, og nú jafnan kölluð Gunnarstaða-á. Hún er einnig sýsluskil milli Dala- og Snæfellsnessýslu. Hólsfjall; það er fjallið sunnanvert við Hólsskarð, milli Hörðadalsár og Skraumu; og dregr það nafn af Hóli, sem á fjallið beggja vegna, að vestanverðu fram að Þórugili, en að austanverðu upp að Skjaldargili. Hrafnabjörg; sú jörð er að norðanverðu í Hörðadal; hún dregr nafn af björgum, sem eru fyrir ofan bæinn. Nú eru tvær jarðir, er svo heita: fremri og ytri Hrafnabjörg; fyrrum var það ein jörð með Laugum, sem var í Hrafnabjarga landi, en síðan ásamt Seljalandi og Hrafnabjargakoti, og var þá jörðin öll talin LX hundraða, en á öndverðri átjándu öld voru ytri Hrafnabjörg byggð, og Hrafnabjargakot lagt þar til; urðu þá hvor Hrafnabjörgin XXV hundruð, en Seljaland X hundruð; það býli mun hafa byggt verið á fyrra hluta seytjándu aldar, og látið heita svo, þar það var byggt í sellandi Hrafnabjarga, en ekki í heimalandi. Nú eru alls þessar þrjár jarðir taldar eptir nýju mati um XLV hundruð. Hörðaból, sjá Hörðabólstað. Kollugróf í Hólslandi vita menn nú ekki með vissu hvar er, en líkindi virðast til, að hún sé lág nokkur í svo kölluðum Trigli, gegnt Hrafnabjörgum, framanvert við Skógarmannsgiþþar sem eru fornar mógrafir víða um lágina.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.