Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 63

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 63
Bœndurnir á Lambeyrum Dönustaða í Laxárdal er snemma getið í sögum. Steinþór, sonur Olafs pá í Hjarðarholti bjó á Dönustöðum. Er þess getið í Laxdælu. í Sturlungu segir frá fjölmennri yfirreið Guðmundar biskups Arasonar um Dali árið 1230. Gekkst þá Sturla Sighvatsson fyrir því að bændur legðu biskupi og fylgdarliði til matföng. Var safnað saman sauðum og þeir reknir til Hjarðarholts og Dönustaða. Sendi Sturla biskupi þau orð að hann skyldi ekki fara lengra en á bæi þessa og síðan skyldi hann fara til Hrútafjarðar. Varð biskup við þessum tilmælum Sturlu. Var á þeim dögum víða mikill kurr meðal bænda yfir þessum fjölmennu yfírreiðum Guðmundar biskups. Bendir þessi frásögn Sturlungu til þess að þá hafi verið stórbýli á Dönustöðum og húsakostur í meira lagi. í gömlum máldaga Hjarðarholtskirkju, frá því um 1500 segir, að kirkjan eigi selför í Kikasel öllu fé sínu.Kirkjan í Hjarðarholti átti þá eitt hundrað ásauðar og tíu kýr, auk geldneyta, hrossa og sauða. í jarðamatinu frá 1703 er getið um margar selstöður í landi Dönustaða. - Tvær hjáleigur voru á fyrri öldum í landi jarðarinnar, Hólkot og Dönustaðasel, er varð sérstakt býli 1847 og nefndist þá og síðan Pálssel. Dönustaðir hafa jafnan verið taldir mikil jörð og góð. - Metin að fornu - með hjáleigunum tveimur 40 hundruð. Arið 1871 þegar Torfi Bjarnason ílutti frá Varmalæk í Borgarfirði mun

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.