Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 65
BREIÐFIRÐINGUR
63
1979, þegar þeir reistu fjárhús ásamt votheyshlöðu fyrir um
1000 fjár. Er þar notuð nýjasta tækni við fóðrun fjárins, losun
heys úr hlöðu og flutningur í jötur o.fl.
Er ánægjulegt að líta þá véltækni alla, sem þar leysir
mannshöndina af hólmi eftir nálega óbreytt vinnubrögð margra
alda. Ræktun hefur verið aukin jafnt og þétt, þótt nokkuð vanti
þar á enn þá.
Árið 1942 var taðan af Dönustaðatúni talin 250 hb og var það
fimm ára meðaltal. Hey af flæðiengi og annað úthey er þá talið
með sama hætti 250 hb. - Sumarið 1980 voru heyjaðir ca.
fimmtíu hektarar á túni og heymagn í samræmi við það. Nú í
sumar bætast við 5-6 ha túnauki og ca 10 ha standa undir
grænfóðri. - Þeir feðgar hafa nú um þúsund fjár á fóðrum og auk
þess er rekið myndarlegt alifuglabú með nokkur þúsund
hænum. - I dag er því rekið á Dönustöðum eitt af allra stærstu
búum á Vesturlandi.
Þau Einar og Sigríður hafa eignast og alið upp átta
mannvænleg börn. Fjölskyldan stendur fast saman um dagleg
störf og nýjar framkvæmdir. Börnin vinna samhent að öllum
bústörfum - þau, sem enn eru í foreldrahúsum.
I Laxdælu segir frá flutningi Ólafs pá frá Goddastöðum að
hinum nýreista bæ hans - Hjarðarholti. Var talið að enginn
maður hafi þá verið auðugri í Breiðafirði öllum. Flutti hann
kvikfé sitt allt með þeim sérstaka hætti, að skipað var mönnum
meðfram öllum hópnum, svo hann skyldi engan krók rista á
leiðinni. Er svo sagt, að þegar það fyrsta rann í hlað í
Hjarðarholti hafi það síðasta verið að fara frá Goddastöðum. -
Giskað hefur verið á, að þarna hafi m.a. verið reknar um 2
þúsund kindur. Hefur því trúlega ekki vantað mikið á s.l. vor að
þeir Lambeyrarfeðgar hafi látið þúsund ára sögu endurtaka sig í
dalnum, er þeir sáu á eftir fé sínu til fjalls.
E.K.