Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 69

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 69
BREIÐFIRÐINGUR 67 Jón útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum 22ja ára gamall árið 1901. Það var þó ekki venja, að veita svo ungum manni skipstjóraréttindi, en Jón hlaut samt skipstjóraréttindi vegna ágætra vottorða frá þeim skipstjórum, sem hann hafði verið stýrimaður hjá. Næsta vetur kvæntist Jón unnustu sinni Lofthildi Pálsdóttur, 6. desember. Þau fengu stofu hjá Lárusi föður Jóns til að búa í um veturinn. Eg held að Jón hafi verið 3 ár í Arney, áður en hann fór í Sellón. Hann var 3 ár í Sellóni. Hann hafði tengdaföður sinn til að hirða jörðina að sumrinu, en var sjálfur skipstjóri, hirti skepnur sínar á vetrum. Vorið 1907 flutti Jón frá Sellóni í Arney með konu og 5 börn. Hann fékk jörðina byggða til 10 ára. Faðir hans hafði búið þar í 17 ár, en hætti núbúskap í Arney. Hagur Jóns blómgaðist í Arney, hún var miklu betra ábýli en Sellón. Jón hafði fólk við heyskap og hirðingu jarðarinnar á sumrum, en stundaði sjóinn. Jón bjó í Arney í 9 ár og undi þar vel hag sínum, þó hann yrði þar fyrir ýmsum óhöppum. Þegar Jón var búinn að vera sjómaður í 17 ár hætti hann sjórnennsku. Eftir það stundaði hann eingöngu búskapinn í Arney. Vorið 1916 flytur Jón að Arnarbæli, eftir 9 ára búskap í Arney. Hann flytur þangað með gott bú, en 8 börn í ómegð og heilsulitla konu. Fyrstu árin í Arnarbæli gekk allt vel, arðsamt bú og gott heilsufar. Svo koma erfið ár 1917-18, miklar hörkur. Fuglinn fraus í hel og dúnn minnkaði stórkostlega í Arnarbæli. Sumarið eftir var vandræðaástand með slægjur í Arnarbæli eins og víðar. í Arnarbælislandi var álagablettur, hólmi, sem heitir Kerling. Talið var öruggt, að það fylgdi ógæfa að slá þennan blett. Jón var ekki trúaður á þetta, slær blettinn og hirðir heyið, 7 hestar. Eftir þetta missir hann mikið af skepnum, bæði ám, lömbum og

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.