Breiðfirðingur - 01.04.1981, Qupperneq 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
gemlingum, bestu kúna úr fjósinu og hest. Margir kenndu þetta
slættinum á álagablettinum.
Síðan kemur tæring á heimilið. Halla dóttir Jóns deyr úr
tæringu 1922. Árið eftir veiktist kona Jóns og deyr á
Vífilsstöðum 21. okt. 1928. Lofthildur Pálsdóttir kona Jóns var
sérstaklega heimilisrækin, trygglynd, myndarhúsmóðir og
ágætiskona. 1929 andaðist Baldur sonur Jóns. Hann var sá
fimmti fullorðinna, sem dó í Arnarbæli á fáum árum.
Eftir 14 ára ábúð flytur Jón frá Arnarbæli. Hann var nú
orðinn fátækur, fimmtugur og bilaður á heilsu. Sama vorið,
áður en Jón flutti frá Arnarbæli seldi hann skepnur sínar, báta
og búshluti og flutti til Keflavíkur, skuldlaus. Hann fær sér
ráðskonu og hafði gamla konu, sem lengi hafði verið hjá honum.
Börnin voru burtflutt og sum dáin. Níels einn eftir heima. Jón
tók að sér stúlku Ingibjörgu Árnadóttur, mannkostaríka og
mikilhæfa konu. Hún dó eftir stutta sambúð.
Eftir lát Ingibjargar fékk Jón eldri konu til sín fyrir ráðskonu,
Sigríði Helgadóttur, og var hún hjá honum meðan hann lifði.
Hún hirti prýðilega um heimilið og hlúði að honum í veikindum
hans af hreinustu snilld.
Jón kunni illa við sig í Keflavík og fluttist þaðan til
Reykjavíkur eftir fáár. 27. apríl 1935 fluttihann í sínaeigin íbúð
á Ásvallagötu 57 og bjó þar til dauðadags. Síðustu 3 ár ævinnar
var heilsa hans stórbiluð og sveif þá hugur hans oft til
Breiðafjarðar. Breiðif)örður dásamlega fagur í sól á sumrum.
Jón Lárusson var skipstjóri í 16 ár. Hann var með skip frá
Hafnarfirði, Bíldudal og Stykkishólmi. Hann var heppinn
skipstjóri, missti aldrei af sér mann, en bjargaði einu sinni 5
Islendingum af báti með bilaða vél og 3 bátum í sunnan ofsaroki
á Grundarfirði á reki til hafs. Öðru sinni bjargaði hann 6
enskum mönnum af skeri, sem voru af enskum togara, sem fórst
á Breiðafirði. Þeir misstu frá sér bátinn, en Jón varð þeirra var,