Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 72
70
BREIÐFIRÐINGUR
„Gleðin smækkar, hryggðin stækkar,
hróður brást um andans völl.
Skáldum fækkar, landið lækkar,
loksins sjást hér engin fjöll.”
(Rétt er að nefna, að hér er um ýmis atriði stuðst við
sjálfsævisögu Jóns, Ævisaga Breiðfirðings, sem kom út 1949.
Vísur eftir Jón Lárusson frá Arnarbæli.
Einu sinni þegar Jón sigldi skipi sínu til hafnar gerði hann
þessa vísu.
Sundur fletti dimmri dröfn,
drengja eftir lyndi.
Stígur létt í ljúfa höfn
Lægja í þéttum vindi.
Jón var eitt sinn fiskimaður á skipi, sem Hvanney hét.
Skipstjórinn hét Hannes Andrésson. Þá kvað Jón.
Fiski Hannes manna mest,
mæti hann ei skaða.
Láti Hvanney knarra best
kaldar hrannir vaða.
Þessa vísu gerði Jón til föður síns, sem þurfti að ná skipi, sem
væntanlegt var til Stykkishólms og hét Lára.
Þú mátt fríða vinda upp voð
verinn skíða þekki.
Láta skríða úr lending gnoð
Lára bíður ekki.
Jón kvað um skip sitt Austra frá Arnarbæli.
Austri hraðar örinni
á brimsvaðil skörinni.
Lætur vaða úr vörinni
vanur svaðilförinni.