Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 74

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 74
72 BREIÐFIRÐINGUR Helga Oddsdóttir: Skjóni og Neisti Mig langar til að minnast tveggja hesta, Skjóna og Neista. Því þeir tveir hafa borið af þeim mörgu hestum sem ég hef átt, vegna skynsemi sinnar. Neisti var glórauður frá Magnússkógum, Skjóni var gráskjóttur frá Orrahóli, báðir úr Dalasýslu. I haga bitu þeir ávallt hlið við hlið. Neisti átti það til að galsast við aðra hesta kom þá Skjóni og siðaði Neista og skildi hann frá hinum hestun- um. Virtist Skjóni hafa mannsvit, svo sérstakur var hann. A ferðalögum náði honum enginn nema ég. Heima í hesthúsi átti Skjóni það til að taka hlemminn af brauðtunnunni með snoppunni, láta hlemminn á gólfið og gæða sér á brauðinu. Var Skjóni girðingafantur og til í að valsa en fékk Neista aidrei með sér svo hann fór aldrei frá. Voru þeir um árabil í hagagöngu á Esjubergi á Kjalarnesi og sagði bóndinn þar að Skjóni væri eins

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.