Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 80

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 80
78 BREIÐFIRÐINGUR glaðværð sátu í öndvegi á heimilinu, þangað var því gott að koma og þar að vera, og húsfreyjan var þar ávallt prýði heimilisins með glaðværð sinni, góðvild, hlýju og rausn. Hún var dugmikil myndarkona - í sjón og raun - félagslynd og glaðlynd í góðum hópi, tillögu- og úrræðagóð, sérléga listhneigð og bjó yfir listhæfileikum, sem hægt hefði verið að þróa til skapandi listar, ef tími og aðstæður hefðu leyft henni að helga sig þeim hugðarefnum, sem hún þó iðkaði að nokkru í tómstundum sínum með prýðilegum árangri. Þá var hún sérlega lagin við að hvetja og leiðbeina í félagsstörfum, og þá einkum í leiklist og náði þar oft umtalsverðum árangri. Hún var í stuttu máli heilsteypt kona, dugmikil, og ósérhlífin og viðhorf hennar til samfélagsins voru ávalt jákvæð. Hún lést í Sjúkrahúsinu á Akranesi 71 árs að aldri og var jarðsett að Kirkjuhvoli. Kristín Gunnarsdóttir, skoravík á Feiis- strönd, andaðist 27. júní 1980. Hún var fæddí Skoravík21. apríl árið 1891. Voru foreldrar hennar Gunnar Þórðarson, Þórðarsonar í Skoravík og Svanhildur Olafsdóttir fra Bug á Snæfellsnesi Olafssonar. Kristín ólst upp í foreldrahúsum í Skoravík til fullorðinsára, og þar átti hún heimili alla tíð, og bjó þar ásamt systur sinni og öðru heimilisfólki til æviloka. Hún giftist ekki og átti ekki börn. Kristín var vel gefin kona, trú og traust vinum sínum, hlý í viðmóti og sérlega barngóð og nærgætin við börn. Hún var í eðli sínu hlédræg og unni sínum heimareit -var heimakær, og hinir mállausu vinir hennar, skepnurnar, áttu hauk í horni þar sem hún var, þeim skyldi hyglað svo sem bezt mátti verða. I faðmi sinnar heimabyggðar undi hún sér bezt, í kringum sitt fólk, enda var samheldni þeirra systranna mikil og samvinna góð. I

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.