Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 84

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 84
82 BREIÐFIRÐINGUR hreinn og karlmannlegur, handtakið þétt og traust. Þannig hygg ég að maðurinn hafí allur verið traustur og trúr, heiðarlegur og fastur fyrir og hinn bezti drengur í hvívetna. Hann lézt í Reykjavík aðeins 45 ára að aldri og var jarðsettur í Hjarðarholti 8. marz 1980. Ingiberg J. Hannesson Bergjón Kristjánsson, Snóksdal. Þann 23. desember 1980 andaðist á Landspítalanum í Reykjavík Bergjón Kristjánsson, bóndi í Snóksdal í Miðdalahreppi. Hann var fæddur hinn 5. júní 1893 að Hömrum í Haukadal. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, bóndi í Snóksdal og seinni kona hans Elín Jósúadóttir frá Bæ í Miðdölum. Bergjón íluttist búferlum íjögurra ára gamall ásamt foreldrum sínum frá Hömrum að Snóksdal, en þar var heimili hans ætíð síðan. Bergjón kvæntist árið 1921 Asthildi JónasdótturfráSkörðum í Miðdölum, en hún lést þann 5. júlí 1970. Af fjórum börnum þeirra hjóna komust aðeins tvö upp: Jóna, búsett í Reykjavík og Kristján, búsettur í Búðardal. Bergjón Kristjánsson lést á Landspítalanum í Reykjavík eftur um það bil eins árs sjúkdómslegu, 87 ára að aldri. Hann var jarðsettur í Snóksdalskirkjugarði þann 29. desember 1980. Blessuð sé minning hans. Friðrik J. Hjartar

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.