Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 87

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 87
BREIÐFIRÐINGUR 85 Sigmundur Þorgilsson frá Knarrarhöfn. Ungmennafélagshugsjónin virtist fylgja Sigmundi alla ævi, og vinsælli mann í átthögum hans var ekki að finna. Eftirfarandi minningarljóð varð til eftir fráfall Sigmundar. Fallinn er minn forni vinur.- Fögur ljómar minning kær. Aldan þunga undir dynur,- ofar lygn og mildur sær. Glóa um flötinn geislabaugar,- Glóðir augna tindra skært. Hlýjan vermir hjartataugar,- Hugardjúpið reynist tært. Sómadrengur.- Sannur maður. Svona geymist myndin þín.- Heiður, djarfur, heill og glaður hélstu leið, þar birtan skín,- Siglt var undir sigurfána, séð í ró um víðan geim. Friður lék um bjarta brána,- boðið munans göfgi heim. Hvar er lífsins lán og gengi léttara að finna sér, en að þjálfa þýða strengi, þá, sem ungur hver einn ber, og að fórna öllu besta, eigindum og dagafjöld?- Trúrra vina tryggðafesta tryggð þér var um ævikvöld.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.