Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
Uppskipun á smábátum við Salthólmavík var nokkrum
sinnum á ári. Frá þeim vettvangi kemur mér margt í
hugann, þegar mér verður hugsað til heilsu minnar á
seinni hluta ævinnar. Við vinnu af þessu tagi reyndi nokk-
uð á krafta og hreysti. Eg man t. d. að við Kristján Þórð-
arson frá Efri-Brunná öxluðum margan sekkinn á Salt-
hólmavík.
A Stórholtsárum mínum frá 1929-1936 var mikið starf-
að í ungmennafélaginu Stjörnunni í Saurbænum. Ég tók
þátt í starfi félagsins eftir mætti. Ég lék í tveimur leik-
ritum, Skugga-Sveini og Tengdamömmu og hafði mjög
gaman að allri leikmennt.
Markús Torfason frá Ólafsdal hélt uppi söng og
tónmennt, þar sem yngri og eldri stilltu saman raddir á
góðum stundum. Ég var með í þeim hópi og minnist
þeirra stunda með óblandinni gleðitilfinningu. Allar þess-
ar stundir voru utan daglegra starfa, en félagsstörfin voru
þroskandi og veittu okkur mörgum, sem ekki áttum kost
á skólagöngu - ómælda lífsfyllingu.
3. Höggið fellur
Seinnipart vetrar 1935-1936 ætlaði ég á vertíð í
Vestmannaeyjum. Mér hafði fallið vel sjór og fiskvinna
í hið fyrra sinn, þegar ég réðist þangað. Sú ferð til Eyja
var þó aldrei farin. Seinnipart vetrar 1935-1936 kom
lömunarveiki upp á nokkrum bæjum í Saurbæ. - Þar með
voru örlög heilsu minnar ráðin.
Það mun hafa verið aðfaranótt 10. febrúar 1936, sem
ég vaknaði alvarlega veikur. Mér fannst kalt í herberginu
og ætlaði að teygja mig eftir að loka opnum glugga. Þá
var svo komið fyrir mér að ég var orðinn lamaður maður.
Trúlega hefi ég verið orðinn veikur daginn áður, þótt ég
væri á fótum. Þann dag var ég lengi úti við, m. a. við að
þíða klaka úr vatnsleiðslurörum en kalsaveður var um
daginn. Yngra fólkið á heimilinu tók þessa veiki um þetta
leyti, en slapp að mestu leyti við lömun.