Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 25
BREIÐFIRÐINGUR
23
Eins og fyrr segir hóf ég störf á skrifstofu Innflutnings-
og gjaldeyrisnefndar 1938. Næstu tíu árin þar á eftir
færðu mér aukinn þrótt og vinnan varð léttari. Ég lærði
á bíl og fór að aka eiginn bíl þegar frá leið og þá varð
bylting á mínum ferðum að vinnu og frá, auk annars. En
mín mesta heillastund var þann 7. ágúst 1948, þegar við
Sigríður mín gengum í hjónaband. Það var á mínum
æskuslóðum í Hvammskirkju í Dölum. Sr. Pétur T.
Oddsson gaf okkur saman.
Einkadóttir okkar, Hanna, f. 15. september 1949, er
hjúkrunarfræðingur og hefur dvalið hér hjá okkur til
þessa dags.
Ég hætti störfum hjá Innflutnings- og gjaldeyrisnefnd
1978 eftir 40 ára starf. Það voru sár og erfið viðbrigði að
missa vinnuna eftir svo langan tíma.
Um líkt leyti og ég lýk spítalavist 1938, var Breiðfirð-
ingafélagið í Reykjavík stofnað. Ég gekk strax í félagið
og reyndi að starfa þar eftir mætti. Ég kynntist Gunnari
Sigurgeirssyni fyrst, er við dvöldum saman á Landsspítal-
anum. Hann var píanóisti og hljómlistarmaður af
Guðsnáð. Axel Magnússon, frá Fagradal í Saurbæ, lengi
starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, var fyrsti
stjórnandi Breiðfirðingakórsins, þá orðinn nokkuð aldr-
aður maður. Fyrir mín orð tók Gunnar Sigurgeirsson við
stjórn Breiðfirðingakórsins. Breiðfirðingafélagið var eitt
öflugasta starfandi átthagafélag Reykjavíkur á fyrstu ár-
unum og brátt fjölgaði í kórnum. Stóð svo nokkur ár eða
þangað til Gunnar lét af söngstjórn sökum vanheilsu.
Á þessum árum sungu Leikbræður í Breiðfirðingakórn-
um. Prír af þeim voru sýslungar mínir, þeir Friðjón Þórð-
arson frá Breiðabólstað og Ástvaldur og Torfi Magnús-
synir frá mínum gamla og góða bæ, Fremri-Brekku í
Saurbæ. Fjórði maðurinn Gunnar Einarsson var úr
Reykjavík og söng hann stundum einsöng í kórnum. Fyrst
heyrði ég rödd Gunnars í giftingarveislu Stefáns bróður
míns. Það mun hafa verið á Háteigsvegi. Þeir Stefán unnu