Breiðfirðingur - 01.04.1984, Blaðsíða 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
en hvað skal gera? Það þykja ekki eftirsóknarverðar
vinnukonur, sem hafa börn á sínu framfæri. - Ó1 hún
ekki með sér falskar vonir um að hún yrði húsfreyja á
Brekku? Þetta var svo sem ekki fyrsta byltan hennar.
Hún hafði áður alið Samúel á Brekku dreng, hann Valda,
sem var komið í fóstur. Svo áttu þær börn með stuttu
millibili þetta vor hún og Þuríður, sem nú var orðin hús-
freyja á Brekku.
Hún mætir Stefáni bónda í dyrunum. ,,Þú ert snemma
á fótum, Stína mín.“ ,,Já, í þessu blessaða veðri get ég
ekki sofið.“ Drengurinn er vaknaður, hún skiptir á hon-
um og gefur honum að drekka. - Henni verður hugsað
til Samúels á Brekku. Hún fær ekki gleymt honum, né
stálgráum augum hans, sem negldu hana fasta með tillit-
inu einu. - En Þuríður er vel ættuð og sjálfsagt merk
kona, það orð fer af henni.
Nokkrum dögum síðar er Kristín að sinna drengnum,
þegar hún heyrir kvenmannsrödd, sem hún kannast ekki
við. Inn í baðstofuna kemur kona með Önnu húsfreyju
hennar. ,,Hana Þuríði langar til að sjá drenginn þinn,
Stína mín.“ ,,A, já, já, svo þetta var þá Þuríður húsfreyja
á Brekku,“ hugsar Kristín með sér og réttir ósjálfrátt úr
sér. Þessari konu þarf hún ekki að standa reikningsskil,
hún stendur keik við vöggu barnsins. Þær heilsast. ,,Má
ég sjá drenginn þinn, Kristín?“ Kristín játar því og Þur-
íður lítur að vöggu barnsins. ,,Hann villir ekki á sér
heimildir drengurinn,“ segir Þuríður og horfir í augu Krist-
ínar. ,,Þú þarft ekki að óttast mig - þú varst fyrst,
segir hún síðan og í svipnum gætir skilnings. Síðan gengur
hún út. - Kristín skelfur örlítið. Þessu bjóst hún síst af
öllu við. Koma til að skoða drenginn. Hélt hún að hann
væri ekki Samúelsson? Víst var hann það og hún iðraðist
einskis.
Eitt ár líður. Kristín er að koma frá systur sinni í
Miklagarði. ,,Hún Gunna ætlar að taka hann Steina minn
í fóstur,“ segir hún holum rómi við Önnu húsmóður sína.