Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 90
88
BREIÐFIRÐINGUR
fiskiþorpið. Eflaust hefur þá mörgum verið hugsað hlýtt
til Alexanders, sem þá var löngu fluttur frá Ólafsvík. Sér-
staka átthagatrýggð sýndi Alexander Miklaholtskirkju, er
hún var endurreist og gaf hann þangað kirkjuhurð með
koparskrá og lömum, smíðað af honum sjálfum og er þar
að finna eitt af hans listaverkum. Ég veit að lengi lifir
minning þessa snillings og sæmdarmanns á Snæfellsnesi,
Alexanders Valentínussonar.
Útför hans fór fram frá Reykjavík 27.2.1952. Jóhanna
bar mikinn kærleika til bróður síns og minnist hans alltaf
með virðingu. Vísu lærði ég af henni sem hún sagði mér
hann hafa sett saman skömmu áður en hann dó. Hún er
á þessa leið:
Ævistarfið er að sjá
út að mestu rurmið.
Drottinn leggur dóminn á
dagsverkið er unnið.
Eflaust hafa verið fleiri vísur til eftir hann, en hér skal
staðar numið.
Líf Jóhönnu og starf í litla fiskiþorpinu var nú orðin
löng leið með margbreytilegum lifnaðarháttum, stórfelld-
um breytingum til sjós og lands. Jóhanna var sannarlega
ein af þeim sterku stoðum sem tók þátt í að byggja upp
í Ólafsvík. Hún fékk að lifa það að sjá þorpið sitt rísa
uppúr fátækt og allsleysi og taka á sig svip velmegunar.
Þó hún væri komin yfir áttrætt var hún síung og fylgdist
af alhug með öllu sem var að gerast, ávallt hress og kát,
lipur og létt í spori sem ung væri.
Ég á svo margar góðar minningar frá samverustundum
okkar Jóhönnu. Hún var mikill auðfúsugestur á mínu
heimili, börnunum mínum þótti öllum vænt um hana, ef
hún kom ekki spurðu þau: ,,Hefur Jóhanna ekki komið
í dag?“ Var þá hlaupið út í Bifröst að vita hvort hún væri
lasin. Svo nátengd var hún okkur. Fjölskyldan kunni öll