Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 33
Pétur Þorsteinsson, sýslum. Búðardal:
Forsetaheimsókn í Dali 1981
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, kom í opinbera heimsókn vestur í Dali
20.-24. júní 1981 og var það fyrsta opinbera heimsókn hennar um landið. -
Þótt nokkuð sé umliðið frá þessari merku heimsókn er ánægjulegt að geta birt
efni frá henni og á vel við að það varðveitist. Sjálf á Vigdís forseti ættir að
rekja í Dali, því amma hennar, Magdalena Jónasdóttir, dvaldi um skeið á Mel-
um og átti síðar sr. Þorvald Jakobsson, prest í Sauðlauksdal, en ættmenn Jónas-
ar á Mclum dvöldu mann fram af manni í Dölum. Sjá Dalamenn I. og II. b.
Pétur Þorsteinsson flutti forseta eftirfarandi ávarp í Dalabúð, þcgar forseta
var fagnað þar í fjölmennu og veglegu kaffiboði af hálfu sýslunnar. - E. K.
Forseti íslands - Vigdís Finnbogadóttir.
Dalamenn og aðrir samkomugestir.
Fyrir hönd sýslunefndar Dalasýslu býð ég ykkur öll vel-
komin til þessa móts.
Við komum hér saman til að fagna gesti og óska hon-
um giftu við upphaf ferðar til byggða og byggjenda þessa
lands.
Meðal margs sem í hug kemur á slíkri stundu er sú
hugþekka staðreynd, að nú gistir þetta hérað fremsta
kona íslands. Fetta hérað, þar sem fremsta landnámskon-
an festi byggð í öndverðu að því er saga hermir.
Pá kemur og í hug, sem er athygli- og ánægjulegt að
minnast, en það er hve snaran þátt konur og kvenskör-
ungar hafa átt í sögulegri geymd og frægð þessarar
byggðar. - Pað er ekki sviplítið fylgdarlið kynsystra for-
seta vors, sem Dalamenn geta kvatt til fylgdar, þegar far-
ið er um sögusvið Dalasýslu þessi björtu dægur með okk-
ar ágæta gest.