Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 102
100
BREIÐFIRÐINGUR
ráðskona að bæ éinum á Suðurlandi. Þar mun hún hafa
orðið fyrir mikilli ástarsorg.
Hún sagði frá því, að frá þessum bæ hafði hún farið
síðla sumars, fótgangandi áleiðis til æskustöðvanna. Legið
úti margar nætur, en komist að lokum til byggða vestur
á Skógarströnd eftir mikla hrakninga. Eftir þetta ferðalag
varð hún mikið sjúk, andlega og líkamlega. Afleiðingar
þeirra veikinda fylgdu henni til æviloka. Upp úr þessu fór
hún að flakka, einkum í fæðingarsveit sinni, Staðarsveit.
Seinustu árin hafði hún oft orð á því, að hún vildi láta
jarða sig að Staðarstað, þegar hún væri dáin, en þar
hvíldu foreldrar hennar og fleiri skyldmenni. A sjúkra-
húsinu í Stykkishólmi beið hún þeirra örlaga, sem allir
hreppa að lokum. Mér er tjáð að enginn Staðsveitingur
hafi frétt lát hennar fyrr en jarðarförin var afstaðin. Hún
er grafin í kirkjugarðinum í Stykkishólmi.
Eftirfarandi kvæði varð til fyrir nokkrum árum í minn-
ingu Jófríðar Þorkelsdóttur. Mér er ljóst að það ber keim
af þjóðsögu. Og því ekki, Fríða var einstök. Á vissan hátt
þjóðsagnapersóna. Væri henni reistur minnisvarði, hlyti
hann að líta öðruvísi út en aðrir minnisvarðar.
Fyrir skömmu fór ritstjóri „Breiðfirðings“ þess á leit
við mig, að fá kvæðið til birtingar. Hafi einhver gaman
af að lesa það eru mér goldin rífleg skáldalaun.