Breiðfirðingur - 01.04.1984, Blaðsíða 34
32
BREIÐFIRÐINGUR
Pótt Auði djúpúðgu og Guðrúnu Ósvífursdóttur -
hvora með sínum hætti beri þar e. t. v. hæst, skipa þær
eigi krókbekk eins og Þorgerður og Puríður, Hrefna og
Hallgerður að ógleymdri Melkorku, konungsdótturinni í
álögum og mörgum ónefndum.
Merkilegt er (og með ýmsu móti skýrt) hver rök liggja
til að konur bera svo stóran hlut frá borði í þessu héraði.
En svo stór er þeirra hlutur að þær sitja til borðs með
Sturlu og Snorra. - Enda virðist svo að Dalamenn hafi
sætt sig við að færa öðrum byggðum nafn Snorra að gjöf,
þótt ætt hans og uppruni sé í Dölum.
Ekki er þessa getið hér til þess að upphefja umræður
um kvenréttindi. En réttur kvenna og einkum vald hefur
jafnan verið og er trúlega einna mest í Dölum.
Hins viljum við láta getið við forseta okkar, að þótt
naumast hæfi á hátíðastundu að minnast þess, sem miður
horfir, þá læðist í hug okkar nokkur uggur vegna þess
viðhorfs valdamanna og máttarstólpa þjóðfélags - að litlu
skipti þótt byggð hverfi og fólk flýi fátækar sveitir í landi
okkar, en svo hlýtur að halda fram, verði ekki við séð.
Við Islendingar ættum frekar öðrum að vita og muna
að í fámenni þurfa ekki að vera smámenni, og í fátækt
getur þróast mannrækt.
En Jóhannes úr Kötlum, Steinn Steinarr, Jón frá Ljár-
skógum og Stefán frá Hvítadal framtíðarinnar verða að
eiga þess kost að fæðast og finna til víðar en í varpa höf-
uðborgar, þótt góður sé.
Hér er aðeins minnst á íhugunarefni, sem er vandi nú-
tíðar, þróað í skauti fortíðar og bíður lausnar framtíðar.
Við móttöku á heimili sínu á s. 1. hausti lét forseti þess
getið við íslenska dómara og handhafa réttarfars, að í því
húsi að Bessastöðum hefði margur óréttur verið framinn
og jafnvel lög brotin.
I Dalasýslu hafa mörg lög verið brotin og réttur fótum
troðinn, en þar hafa líka lög verið skráð, lögmenn og lög-