Breiðfirðingur - 01.04.1984, Blaðsíða 64
62
BREIÐFIRÐINGUR
án árangurs. Formaður á bátnum var Kristófer Sigurðs-
son, Kaldalæk. Með honum drukknuðu sonur hans Aðal-
steinn, Magnús Ólafsson vinnumaður frá Mýrarhúsi, en
það hús stóð við hliðina á Kaldalæk Jón Bjarnason og
Lárus sonur hans frá Fagurhóli, Agúít Jóhannsson og
Eggert sonur hans frá Bifröst, Vilberg Guðbrandsson og
frá Brekkubæ Jón Guðjónsson.
Þetta var voðalegt áfall fyrir aðstandendur og sveitarfé-
lagið í heild. Stórt skarð var höggvið í fámennt fiskiþorp.
Mörg börn misstu feður sína. Eiginkonur og mæður
syrgðu eiginmenn og syni. Frá sumum bæjum höfðu farist
feðgar. Fungbær var sorgin á Kaldalæk. Faðan fórust þrír
heimilismenn.
Kristófer á Kaldalæk var bróðir Guðbrandar í Bifröst.
Guðbrandur missti þarna elsta son sinn, Vilberg, bróður
sinn og bróðurson. Að honum var hart vegið. Guðbrand-
ur var hin þögla hetja, sem vissi á hvern hann trúði. Það
sýnir best hugarfar Jóhönnu og hetjulund, að þó hún væri
harmi slegin eftir að hafa séð á bak elskulegum syni, efn-
ismanni í blóma lífsins hverfa í vota gröf Breiðafjarðar,
þá gekk hún inn á hin sorgarheimilin til þess að hugga
bugaðar sálir. Sjálf sagði hún þá: ,,Drottinn hjálpaði mér
og huggaði mig í minni sorg með því að senda mig til að
hjálpa og hughreysta.“ - Það voru ótalin sporin hennar
Jóhönnu í Bifröst um þorpið á þessum sorgardögum.
Á Kaldalæk var skarðið stórt, sem höggvið var í fjöl-
skylduna. Ingibjörg Jónsdóttir stóð ein uppi með tvo
unga drengi, Ingva Kristjánsson og Edilon Kristófersson.
Ingibjörg húsfreyja var stórvaxin kona og skörugleg,
mikil kvenhetja, bæði í sjón og reynd. Undan þessu höggi
brast hún þó og barst ekki af. Er Jóhanna kom að Kalda-
læk að þessu sinni, sagði Ingibjörg: ,,Nú er ég lítil, Jó-
hanna mín, nú ert þú stærri en ég.“ ,,Nei, ég er ekki
stærri, af þér var meira tekið. Guðbrandur minn var ekki
tekinn frá mér.“ Fannig skiptust þær á orðum, hetjurnar
fornu. Ingibjörg á Kaldalæk mun hafa sagt um morguninn