Breiðfirðingur - 01.04.1984, Page 45
BREIÐFIRÐINGUR
43
dóttur og Jónasi Arngrímssyni, sem þá bjuggu á Smyrla-
hóli. Þegar Daði var innan við fermingu var hann eitt
sinn sendur eftir hestum seint um kvöld að áliðnu hausti.
Tunglskin var á og því sæmilega bjart. Þegar hann kom
með hestana þurfti hann að leggja leið sína nálægt áður-
nefndum kletti, því svo hagaði til, að mýrar og svellalög
mikil voru fyrir neðan klettinn og því illfært þar fyrir
hesta. - Skyndilega heyrði Daði hávaða nokkurn, líkt og
hamars- eða. sleggjuhögg frá klettinum og varð honum
litið þangað. Sá hann þá mann sitja fyrir opnum dyrum
og virtist hann vera að smíða járn á steðja. Hatt hafði
hann á höfði en lítt sást í andlit hans. Þegar hestarnir
urðu varir við hávaðann, trylltust þeir af hræðslu og
hlupu alla leið fram að Giljalandi, sem er næsti bær innan
við Smyrlahól. Fundust þeir þar daginn eftir. Daða greip
einnig mikill ótti og flýtti hann sér sem mest hann mátti
heim til bæjar og sagði húsbónda sínum það, sem fyrir
hann hafði borið. Svo stóð þá á að Jónas hafði verið að
ganga frá heytóft heima við bæinn og heyrði hann höggin
þangað líka greinilega.
Nautgripir á BreiðabólstaS
Eftir sögn Guðrúnar Níelsdóttur á Breiðabólsstað - fyrrum húsfreyju á Vatns-
hqrni í Þiðriksvalladal, Strand.
Guðrún Níelsdóttir, ættuð úr Strandasýslu, fluttist að
Breiðabólsstað í Sökkólfsdal árið 1952. Hún er nú 89 ára
að aldri, fróð kona og minnug. Fyrir um það bil tuttugu
árum bar það fyrir hana á Breiðabólsstað er nú skal
greina.
Það var á björtum sumardegi að Guðrún sat í dagstof-
unni í gamla íbúðarhúsinu á Breiðabólsstað, er byggt var
skömmu eftir síðustu aldamót. Var Guðrún á tali við bur-
íði Benediktsdóttur, tengdamóður sonar hennar. Svo hag-