Skírnir - 01.04.2011, Page 118
116
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
ingar og lágmenningar. í síðarnefnda tilvikinu þurfi „samhæfðu“
verkin reyndar að skilja sig frá klisjunum með innbyggðri „sjálfs-
vitund sem ber lesanda þau boð að verið sé að stæla hefðbundin
form og honum gefist kostur á að taka þátt í þeim leik. Oft leiðir
þetta til þess að verkið tekur eigin merkingargrundvöll til athug-
unar, viðurkenni jafnvel opinskátt að það sé skáldskapur.“52 Nor-
dal leiðir vissulega saman hefðir raunsæisins og framúrstefnu í
leikriti sínu, leikur sér að þeim og grefur undan þeim jafnóðum en
af viðbrögðum sumra gagnrýnenda að dæma virðist eitthvað vanta
upp á samhæfinguna. Ólíkar uppfærslur verksins virðast vega salt á
milli þess að vera bæði og eða hvorki né.
Aður en skilist er við Uppstigningu er ástæða til að ítreka að leik-
ritið er ekki eina meðvitaða skáldverkið sem Islendingar komust í
tæri við á móðurmáli sínu á fyrri hluta tuttugustu aldar. Eins og
áður kom fram var leikritið Sex verur leita höfundar sýnt í Iðnó á
þriðja áratugnum en ég hef í grein hér í Skírni fært rök fyrir því að
verk Pirandellos eigi margt sameiginlegt með skáldsögu Gunnars
Gunnarssonar, Vikivaka, sem kom upphaflega út á dönsku árið
1932.53 I greininni er saga Gunnars greind og túlkuð sem sögusögn
(fr. méta-littérature) en því hugtaki er ætlað að ná til bókmennta
sem „segja sig sjálfar“ svo vitnað sé til skilgreiningar Rolands Bart-
hes, verka sem eru „í senn fyrirbæri og rannsókn á því fyrirbæri;
orðræða og orðræða um þá orðræðu".54 Að vísu kom Vikivaki ekki
út í íslenskri þýðingu fyrr en árið 1948, þrernur árum eftir frum-
sýningu Uppstigningar. I millitíðinni hafði leikrit Wilders, Bærinn
okkar, verið sett á svið auk þess sem skáldsaga Elíasar Marar, Eftir
örstuttan leik, kom út síðla árs 1946 en hún ber einnig ýmis þeirra
einkenna sem hér hafa verið til umræðu.55
Þá um vorið höfðu aðstandendur Fjalakattarins, Haraldur Á.
Sigurðsson og Indriði Waage, gripið á lofti þau listbrögð sem mesta
athygli höfðu vakið í Uppstigningu og nýtt sér í revíunni Upplyft-
52 Sama heimild: 386-387.
53 Sjá Jón Karl Helgason 2008: 81-120.
54 Roland Barthes 1972: 97. Dæmi eru um að ensk þýðing þessa hugtaks, metafic-
tion, sé notað sem samheiti self-conscious fiction. Sjá m.a. Waugh 1984.
55 Sjá Jón Karl Helgason 2006: 101-130.