Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 7

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 7
/sjý Dðgurv •Hillingar Þörfin fyrir að ræða um barnið á jákvæðan hátt og draga fram aðallega það bjarta og góða við það verður sterk. Barnið er nánast tekið í dýrlingatölu og allt var s vo gott meðan það lifði, en nú er ekkert framundan. Nú er minningin um dauðann sjálfan og missinn ekki lengur aðalatriði, heldur er minningin um lífið meðan bamið var ennþá lifandi, farin að skipa stærri sess. Það má segja, að hér eigi sér stað fyrsta skrefið í átt til upp- byggingar, þar sem umfjöllun er fyrst og fremst jákvæð, þó að hún sé ekki nauðsyn- lega raunsæ. Samþykki Á þessu þrepi er kökkurinn horfinn úr hálsinum. Syrgjandinn horfist í augu við missinn og þá staðreynd að lífið verður al drei eins og áður var, hann verður aldrei samur maður aftur, en hugsanlega og vonandi heilli og betri manneskja með aukið næmi á verð- mæti lífsins. Alý mynsfuí* Við endi einhvers er upphaf annars. Þegar hér er komið í sorgarferlinu blasir framtíðin við með ný viðfangsefni. Tengslin við það liðna hafa rofnað, sem þýðir þó ekki að fortíðin fylgi ekki syrgjandanum. Sumum finnst jafnvel að sorgin hafi styrkt skynjun þeirra á lífinu og gæðum þess. Tilhlökkunin og gleðin er aftur orðin hluti að tilverunni og syrgjandinn er farinn að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er eftir missinn. A3 lifc við missinn Þetta þrep er markmiðið með sorgarferlinu. Það felur í sér að horfast í augu við missinn og horfa fram á veginn. ÁÁismunu^ a upplifun föður og móðuv* Líkamleg tengsl móður eru alltaf meiri við fæðingu og uppeldi barns. Þess vegna má heita víst að missir móðurinnar verður alltaf meiri a.m.k. frá líkamlegu tilliti. Þetta þýðir þó ekki að missir föðurins sé lítilvægur. Hann finnur á sama hátt og móðirin fyrir söknuði, tómleika, kvíða, sekt og reiði. Á undanförnum árum hefur vaknað skilningur fyrir því að faðirinn hefur tengst barninu ekki síður en móðirin og þarf því einnig að fá tækifæri til að syrgja barnið, losa um tilfinningaleg tengsl síðar meir og sætta sig við orðinn hlut. Sfuðniugu)* nákommtta Flestir, sem eru nákomnir barninu og for- eldrum þess, finna einnig fyrir djúpri sorg. Þess vegna ber stuðningur nákominna mikinn keim af því hve sorgmæddir þeir eru sjálfir. Þannig getur stuðningur nákom- inna verið takmarkaður vegna eigin sorgar og einnig að þeir nákomnu vilji taka allar byrðar foreldranna á sig. Jafnvel nánustu ættingjar og vinir missa taktinn í samskiptum sínum við syrgjendur og vita ekki hvað þeir eiga að segja eða gera. Sumir reyna að dreifa huga syrgjendanna með umræðuefni og aðrir reyna um of að gefa ráð og enn aðrir láta ekki sjá sig af ótta við sín eigin viðbrögð og syrgjendanna. Algengt er að fólk komi eða hafi samband fyrstu dagana eða vikurnar eftir missinn og svo ekki meira. Þetta getur leitt til þess að syrgjandanum finnist hann hafa hrakið fólkið frá sé með því að tala sífellt um sig og missinn. Þetta getur líka leitt til þess að þegar og ef fólk endurnýjar loks tengslin sé það ónærgætið í spurningum, þar sem það áttar sig ekki á ástandi syrgjandans og stöðu hans í sorgarferlinu. Þá koma e.t.v. fyrir spurningar eins og "ertu ekki farin/n að jafna þig á þessu?", "er þetta ekki allt að koma?", spurningar sem ætlast er til að sé svarað játandi. 7

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.