Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 16

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 16
/Oý Dögim Það er ekki alltaf sem sjúklingurinn þorir að spyrja, oft af ótta við svörin og oft vill hann ekki trúa því sem orðið hefur. Þetta getur ekki hafa komið fyrir mig! Ég hlýt að vakna upp frá þessari martröð! Áleitnar hugsanir leita einnig á í tengslum við orsakir slyssins, fullt af EF-spurningum, ef, ef..hefði verið hægt að breyta gangi mála? Hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið? Oft komast þessar áleitnu spurningar ekki upp á yfirborðið, en það er mikilvægt að geta farið í gegnum atburðarásina í tengslum við slysið, að rifja slysið upp og segja frá því, þannig að sjúklingurinn loki ekki inni þessar áleitnu hugsanir um að hann hefði hugsan- lega getað brey tt öðruvísi og brey tt atburða- rásinni. Afneitun Sumir sjúklingar geta ekki horfst í augu við raunveruleikann og vandamálin og neita að trúa sjúkdómsgreiningunni, þeir trúa því statt og stöðugt að þeir muni og ætli að ganga aftur og halda í vonina um bata. í ljósi þessa neita þeir oft að læra athafnir daglegs lífs í hjólastól, það tekur því ekki af því að þeir ætla ekki að vera í hjólastól til frambúðar og þeir vilja oft ekki láta gera nauðsynlegar breytingar heima þannig að þeir geti verið þar hjólastólsbundnir, því að það er ekki þörf á því. Tilfinningaleg deyfð Nokkrir, og kannski þeir sem eiga erfiðast, virðast rólegir og yfirvegaðir eða algerlega áhugalausir, þeir gera eins og þeim er sagt, en oft á tíðum eru þeir sinnulausir og frumkvæðislausir. í mörgum tilfellum er þetta merki um að þeir byrgi inni sorgina og örvilnunina. 4. 'Reiði-biturleiki Þetta eru mjög algeng og eðlileg viðbrögð þegar um mikla, varanlega fötlun er að ræða. Reiðin beinist oft að starfsfólki heilbrigðis- kerfisins og ásakanirnar eru oft á þann veg að ekki sé nóg gert, ekki hafi verið staðið rétt að málum og það sé því starfsfólkinu að kenna að bati hafi ekki orðið meiri en raun ber vitni. Þessi reiði er eðlileg, en oftast er það þó þannig að starfsfólkið reynir að gera eins vel og það getur. Alltaf getur þó einhver mis- brestur orðið, þannig að hlutirnir gætu hafa farið betur og auðvitað er kannski hægt að segja að alltaf sé hægt að gera betur, þannig að gagnrýni og reiði sjúklingsins getur verið réttmæt, a.m.k. að einhverju leiti. Reiðin, biturleikinn og örvilnunin getur einnig bitnað á nánustu aðstandendum. Reiðin getur verið ein af aðferðunum við að draga úr sársaukanum, að draga úr sorginni og til þess að sleppa við að gera sér grein fyrir sannleikanum í einu vetfangi. Reiðin getur einnig verið nauðsynleg til að komast í gegnum þetta erfiða fyrsta tímabil eftir áfallið. Gagnkvæmur skilningur og trúnaðartraust eru mjög mikilvæg, en með góðum upplýsingum og fræðslu er oft hægt að lægja öldur reiðinnar. Þunglyndi Sjúklingurinn verður oft áþreifanlega var við umfang fötlunarinnar þegar hannbyrjar endurhæfingu í hjólastól og þá þarf hann m.a. að horfast í augu við þunga, gagnslausa fætur, sem hann hefur e.t.v. ekki fundið svo mikið fyrir meðan hann var á algerri rúm- legu. Margir sjúklingir verða einmitt þung- lyndir á þessu stigi. Þunglyndi getur m.a. komið fram sem óvægni og árásargirnd í garð starfsfólksins og nánustu aðstandenda („aggression"). Einnig getur þunglyndi komið fram sem andfélagsleg hegðun og tilhneiging til að einangra sig frá samneyti við annað fólk. Þunglyndi getur einnig komið fram í aukn- um líkamlegum einkennum og kvörtunum s.s. verkjum. Það er hægt að festast í þessu þunglyndis- ástandi og það getur stöðvað allar framfarir í endurhæfingu. 16

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.