Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 43
"Dogurv
V rcuAmunnn
„Mann nokkurn dreymdi draum. Honum fannst hann ganga
á ströndu með Drottin sér við hlið. Á himninum sá hann
atburði í lífi sínu. Og við hvern atburð sá hann spor í sandinum,
hlið við hlið, hans spor og spor Drottins.
Þegar hann hafði séð síðasta atburðinn í lífi sínu, þá leit hann
til baka á sporin í sandinum. Hann tók eftir því, að oft voru
bara fótspor eftir einn í sandinum. Og það var þegar hann var
daprastur og leið verst í lífinu.
Honum leið illa yfir þessu og spurði Drottin um
þetta:"Drottinn, þú sagðir, að þegar ég hefði ákveðið að fylgja
þér, þá myndir þú ganga með mér alla leið á leiðarenda. En ég
hef tekið eftir því, að þegar mér leið verst í lífinu, þá eru bara
spor eftir einn. Ég skil ekki hvers vegna þú yfirgafst mig, þegar
ég þarfnaðist þín mest".
Drottinn svaraði:"Elsku barnið mitt. Mér er annt um þig og
ég myndi aldrei yfirgefa þig. Þegar þú þjáðist og þér leið illa,
þegar þú sérð fótspor eftir einn, þá bar ég þig í gegnum
erfiðleikana".
Úr bókinni „Von. Bók um viðbrögð við missi".