Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 12

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 12
/Oý Dögun ■Hels+u verUefm á vefh/cmgii 1. Björgun mannslífa og að koma í veg fyrir frekari slys ásamt skyndihjálp og öðru sem hindrar frekari afleiðingar óhapps. Þetta hefur forgang á vettvangi. 2. Lokun vettvangs og varsla sönnunar- gagna og ummerkja. 3. Kalla þá aðila til sem með þarf, svo sem björgunarbíla, héraðslækni við dauðs- fall í heimahúsi, rannsóknalögreglu og tæknideild sem annast vettvangs- rannsókn. 4. Söfnun upplýsinga og skráning þeirra, þar með taldar frumyfirheyrslur og að hafa upp á vitnum, gerð vettvangsupp- dráttar o. fl. 5. Ef um banaslys er að ræða eða annað alvarlegt slys, fer yfirmaður slysarann- sóknardeildar á vettvang og tekur við framhaldsrannsókn málsins. Morð, sjálfsmorð og dauðsföll önnur en umferðar- eða vinnuslys eru rannsökuð af rannsóknarlögreglu ríkisins og starfs- menn hennar þá kallaðir á staðinn. 6. Þegar dauðaslys verður t.d. þegar ekið er á gangandi vegfaranda flytur lögreglan ökutækið af vettvangi með kranabíl til skoðunar. í dauðaslysum ráðleggur lögreglan þeim, sem valdur er að óhappinu, að fara á slysadeild Borgarspítalans bæði til læknismeð- ferðar vegna áfallsins og eins til að geta rætt við sjúkrahúsprest og fengið áfallahjálp. Fyrir kemur að ökumaður, sem valdið hefur dauðaslysi sé í losti, eða það miður sín, að hættulegt er að leyfa honum að aka í beinu framhaldi af slysinu. Mikil framför hefur orðið varðandi áfallahjálp á undanförnum árum með tilkomu sjúkrahúspresta. Einnig má nefna að það fyrirkomulag að hafa lækni og hjúkrunarfræðing í sjúkrabílunum hefur skapað mikið öry ggi og auðveldað lögreglunni störf á vettvangi. 7. Við dauðsfall í heimahúsi er mikilvægt fyrir lögreglumenn að gera sér ljóst, að flutningur á líkinu og hvernig það er meðhöndlað í því sambandi, skiptir aðstandendur mjög miklu máli. Þáttaskil í rétta átt voru, þegar farið var að fá starfsmenn kirkjugarðanna til líkflutninga. •Helsfu ve»*l<e|-ui sóknaraðila. 1. Vettvangsrannsókn. 2. Tilkynning til aðstandenda. 3. Heimild til réttarkrufningar. Við bana- slys eða þegar óljóst er um dánarorsök, þarf oftast að fara fram réttarkrufning í þágu rannsóknar málsins. I slíkum tilvikum er haft samband við ættingja og þeir beðnir um leyfi til að réttar- krufning fari fram. Fáist ekki slíkt leyfi þarf úrskurð dómara til að réttar- krufning fari fram. Langoftast leyfa aðstandendur réttarkrufningu eftir að málið hefur verið útskýrt fyrir þeim, en vitneskja um að réttarkrufning þurfi að fara fram er stundum áfall fyrir aðstand- endur, sérstaklega við dauðsfall barns. 4. Rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig atvikið átti sér stað og afleiðingar þess, svo sem hver meiðsli hafa orðið o.s.frv. 5. Upplýsingar til fjölmiðla. Oft eru fjöl- miðlar fljótir að fá vitneskju um alvar- leg slys. Bæði er að sumir fjölmiðlar láta hlera fjarskipti lögreglu og slökkvi- liðs og greiða jafnframt fólki fyrir að hringja inn fréttir. Fjölmiðlar hafa því í mörgum tilvikum möguleika á að mynda slysavettvang t.d. þar sem umferðarslys hefur orðið og hafa þannig oft töluverðar upplýsingar um máls- atvik. Ef lögregla gefur fjölmiðli í slíku tilviki ekki upplýsingar um hvernig 12

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.