Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 30

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 30
/Oý Dogun. Sjúklingurinn á hættu á að verða þunglyndur sem getur verið tímabundið eða jafnvel ævilangt. Þankagangur um sjálfsvíg er hugsanlegur við þessar aðstæður. Ekki er algild regla að einstaklingar, sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum, fari nákvæmlega í gegnum öll þessi stig né í þessari röð. Algengt er að þeir fari fram og til baka í ferlinu. Mjög mikilvægt er að stöðugt flæði sé á tilfinningunum svo að sjúklingurinn staðni ekki á einhverju óæskilegu stigi. Heppilegast er að sjúklingurinn sjálfur finni leið út úr vandanum, en til þess þarf hann dyggan stuðning aðstandenda og ýmiss fagfólks. Stigsmunur er á því að standa frammi fyrir dauðanum annars vegar og missi líkams- ímyndar hins vegar. Einstaklingarnir í hvoru tilviki fyrir sig ganga í gegnum svipað sorgarferli, en lokamarkmiðin eru ólík. Dauðvona einstaklingur lætur hvern dag líða á sem bærilegastan hátt, en sér fyrir endanleika lífsins. Sá sem hefur orðið fyrir varanlegri skerðingu, sem umturnar lífs- mynstri hans, finnst hann í raun fæðast á ný. Hann þarf að móta nýja líkamsímynd, sætta sig við hana og horfa til framtíðarinnar. Dæmi: Fótboltastrákurinn sem stóð frammi fyrir því að fjarlægja þurfti annan fót hans vegna æxlis. Þarna hrundi líf hans til grunna að honum fannst og um leið urðu bjartar vonir um glæstan feril skyndilega að engu. Hann þurfti því að finna sér nýjan farveg í lífinu. Þetta dæmi segir okkur h ve erfitt getur verið að sætta sig við breyttar aðstæður. 7\ðlögun sjúklmgs að brey++n líkamsímynd Allir, sem verða fyrir því sálræna áfalli að óæskilegar breytingar verða á líkamsímynd þeirra, þurfa að sætta sig við brey tinguna og aðlagast henni svo þeir bíði ekki tjón af. Aðlögun er ferli til að laga sig að breytingum í lífinu. Gróft á litið verður einstaklingur að aðlagast á tvennan hátt til að viðhalda vanalegri stöðu sinni: Annars vegar lífeðlisfræðilega, þ.e. líkamleg viðbrögð við breytingum, og hins vegar sálrænt og félagslega, þ.e. hvemig hugur hann bregst við og hvernig samskipti hans eru við aðra og við umhverfið. Þessi tvö svið eru óaðskiljanleg því þau víxlverka hvort við annað (2-bls.8). Til að aðlagast varanlegum brey tingum þarf viðkomandi að takast á við fjölmörg atriði. Þau helstu eru (12-bls.417): - Fást við beinar afleiðingar slyssins eða veikindanna. - Aðlagast meðferðinni. - Byggja upp og halda sambandi við sérfræðinga (lækna og aðra). - Halda sem bestu tilfinningalegu jafnvægi (hafa stjórn á neikvæðum tilfinningum og varðveita von og jákvæð viðhorf til framtíðarinnar). - Varðveita fullnægjandi sjálfsímynd með því að aðlagastbreytingum á útliti eða líkamsstarfsemi. - Viðhalda góðu sambandi við fjölskyldu og vini. - Búa sig undir óvissa framtíð. Margir samverkandi þættir hafa áhrif á aðlögun sjúklings að breyttri líkamsímynd, þarámeðal(13-bls.l83): a)Viðbrögðannarra við breytingunum, b) hæfni einstaklingsins í að glíma við erfiðleika, c) eðli og þýðing þess sem steðjar að, og d) hve skyndilega breytingin verður og hve mikil hún er. Lítum nánar á þessa þætti: a) Viðbrögð þeirra sem eru sjúklingnum nánir eða fjölskyldunnar eru sérstak- legamikilvæg. Enhafaberíhuga að aðrir fjölskyldumeðlimir geta þurftað aðlagast á sambærilegan hátt. Jafnvel þó sjúklingurinn spjari sig vel á spítalanum, fer 30

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.