Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 42

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 42
/sJý Dogun fyrirmynd bamanna í því að viðurkenna, að sorg er eðlilegt andsvar við missi. Andlát skólafélaga er oft fyrsta reynsla grunnskólanemandans af eigin sorgog þeim farvegi er hún þarfnast til að öðlast eðlilega útrás tilfinninganna. Jafnframt verður þessi aldurshópur meðvitaður um eigin dauð- leika. Það, að jafnaldri deyr, hefur áhrif á okkur öll. Fyrstu reynslunni er þ ví mikilvægt að skólinn og aðstandendur barnanna gefi gaum. Þátttaka skólans Eftirfarandi eru nokkrar leiðbeiningar til hliðsjónar fyrir starfsfólk. 1) Jarðarförin: hverjir mæta,?hvernig hluttekning er sýnd af starfsfólki skólans? 2) Hvernig getur skólinn í heild heiðrað minningu látinsnemanda? Dæmi:Minningarmót í íþróttum, samkeppni í íslensku eða teikningu, setja mynd af hinum látna á áberandi stað. Staðið fyrir minningarkvöldi, safnaðpeningum í minningu nemand- ans til styrktar málefni, er var honum hugleikið. 3) Bekkurinn: getur safnar í blómavönd og afhent foreldrum, teiknað myndir, planta tré á skólalóðinni eða setja eitthvað tákn í skólastofuna. 4) Bömin geta tekið saman minningarbrot um hið látna skólasystkini og afhent foreldrum. 5) í langflestum tilvikum deyr nemandi af slysförum. Áfallið er þá skyndilegt og oft stuttur tími til undirbúnings. Skólinn verður því að tilkynna nemendum andlátið. Best væri ef bekkjarkennari, eða sá, sem þekkir hópinn best, tilkynni andlátiðogverði með börnunum í hlutverki sálu- sorgarans. Það reynist betur að kennarinn verði m e ð börnunum, fremur en einhver ókunnugur á borð við skólastjórnendur, sálfræðing, náms- ráðgjafa, hjúkrunarfræðing eða sóknarprest. Þó er mikilvægt að fyrrgreindir aðilar séu til staðar og aðstoði kennarann eftir þörfum. Einnig að kennarinn fái svigrúm til að fá útrás fyrir eigin sorg. Kennari reynir að tala við börnin, fer með þau út í göngu, eða þau syngja saman, teikna, minnast hins látna, tjá væntumþy kju og umhyggju fyrir h vert öðru. Geti sýnt sorgarviðbrögð, grát, reiði, ótta, söknuð svo nokkuð sé nefnt. Af framangreindu er ljóst, að ég hef tæpt á mörgu og á engan hátt reynt að benda á eina allsherjar lausn. Að vissu marki er nauðsyn- legt fyrir skólafólk að kynna sér fræðsluefni um sorg og sorgarviðbrögð, líta í eigin barm og íhuga eigin missi og h vemig brugðist var við. Ég tel að eðli kennarastarfins geri kennara vel í stakk búna að bregðast við af einurð og einlægni við sorg nemenda sinna. Efni sem stuðst var við : Barbara Ward and Associates-//Good grief", Englandl989WilliamWorden-//GriefCoun- selling and grief therapy" England 1989. T^IIa ævi ei*wm við að ganga ( gagnum aðstæ.ðu)’*, sem vekja með okkur gleði og sorg. Við getwm afriei+að þessum tilf-inn- \y\gum/ eða kaldið utan um þæry f-undið þær og uppgötvaðy að vegna þel\rra köf-um við f-æ»*s+ uæ>* því að skilja, kvað það e.vt að vei*a mauueskja. B.S. 42

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.