Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 29

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 29
/sjý T^ögun- Viðb»*ögð sjúklings við skerðmgu líkamsímyndar Fyrstu viðbrögð sjúklings við skerðingu á líkamsímynd eru mismunandi og háð fjölmörgum þáttum. Meðal þeirra þátta eru: A) Hvort um snöggt áfall eða langvinnan sjúkdóm er að ræða. B) Persónuleiki hvers og eins. C) Mikilvægi þess líkamshlutar sem skerðist. A) Áfall eða langvinnur sjúkdómur? Með snöggu áfalli er átt við slys þar semenguverðurráðiðum skerðingu líkamans. Þegar um langvinna sjúkdóma er að ræða hefur sjúkl- ingurinn val um meðferðina og hefur lengri tíma til aðlögunar. Dæmi eru um að konur með krabbamein í brjósti hafi hafnað allri meðferð þegar þær áttu á hættu að missa brjóstið og jafnvel hárið. Þær töldu sig ekki geta afborið þá skerðingu á líkamsímyndinni þó svo að meðferðin gæti bjargað lífi þeirra. B) Persónuleiki. Einstaklingar sem ganga í gegnum sama atburðinn bregðast jafn misjafnlega við tilfinningalega og þeir eru margir. Því er nauðsynlegt að kynna sér vel bakgrunn sjúklinganna og fjölskylduhagi um leið og þeir eru meðhöndlaðir. „Leitin að hinni raunverulegu persónu á bakvið sjúklinginn þarfnast mikillar næmni og þjálfunar í samskiptum." Sjúklingur man nefnilega oft best fyrstu viðbrögð starfsfólks og aðstandenda og ef rangt er að farið getur reynst er fitt að leiðrétta það. C) Líkamshlutinn. Einstaklingar geta haft mismunandi gildismat fyrir ákveðna líkamshluta. Dæmi: Sköddun á andliti ungrar stúlku, sem á sér stóra drauma um fyrirsætustörf, getur valdið henni miklu meira áfalli en einhverri annarri stúlku sem telur að fullkomið útlit sé ekki það mikilvægasta í lífinu. Nær allir sjúklingar ganga í gegnum andlegt krepputímabil við missi líkamsímyndar- innar. Flæði tilfinninganna má til glöggvunar skipta í fjóra þætti: I. Áfall/reiði II. Varnarþættir III. Viðurkenning IV. Aðlögun I. Áfall. Á þessu stigi er sjúklingurinn oft haldinn miklum kvíða og reiði, sem gerir hann vanmáttugan. Honum finnst ekki vera til nein lausn á málunum og í gegnum hann flæða ýmsir hugarórar svo sem: - Ég er afmyndaður, fólki mun hrylla við að horfa á mig! - Enginn vill þekkja mig lengur, engum þykir vænt um mig! - Af hverju ég! Er guð að refsa mér! - Ég verð byrði á fjölskyldunni! - Af hverju gat ég ekki verið heima eins og búið var að biðja mig um! - Ég verð aldrei ég sjálfur á ný! Einkenni þessara hugsanaeru sjálfsvorkunn, sektarkennd, afneitun á sjálfum sér, ein- staklingurinn syrgir missinn, er bitur og reiður út í alla, finnur blóraböggul, o.s.frv. II. Varnarþættir. Einstaklingurinn beitir sterkt varnarþáttum sjálfsins þegar tilfinningalegir árekstrar verða í lífinu. Hann er oft sinnulaus og dauf- ur á þessu stigi. Þetta minnkar jafnan kvíð- ann. Honum finnst hann ekkert hafa skerst og þannig afneitar hann skerðingunni, einangrar sig eða verður jafnvel ofurvirkur. III. Viðurkenning. Oftast kemst sjúklingurinn inn í raun- veruleikann á ný og verður meðvitaður um ástand sitt og hugsanlegar afleiðingar líkamsskerðingarinnar. Þá eykst kvíðinn á ný og söknuður fylgir gjarnan í kjölfarið. 29

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.