Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 19

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 19
/Oý Dögurv breytteinhverju, eðakomiðí vegfyrir slysið? Afneitunarstigið er einnig stig sem aðstand- endur fara oft í gegnum. Þetta getur ekki verið satt. Þetta getur ekki hafa komið fyrir okkur. Honum hlýtur að batna! Þunglyndi meðal aðstandenda er algengt og þeir bera kvíðboga fyrir framtíðinni. Það er jafn mikilvægt fyrir aðstandendur eins og sjúklinginn sjálfan að reyna að ná sáttum við aðstæðurnar, þ.e. að stefna að því að sætta sig að einhverju leiti við örlögin og vinna áfram við breyttar aðstæður. Það þarf að hvetja til samskipta og tjáskipta milli sjúklingsins og aðstandenda hans, en oft geta þeir frekar talað um vandamálin við alla aðra en við hvern annan. Aðstandendurnir þurfa stöðuga aðstoð, ráð og stuðning. Það er mjög létt fyrir þá að verða yfirvernd- andi, en aðstandendur verða að læra að verða raunhæfir, þeir þurfa að vita hvað hinn fatlaði getur sjálfur og vita hvenær og hvernig þeir eiga að aðstoða hann. Andleg aðlögun að fötluninni og að verða að einhverju leyti sáttur er geysilega mikil- vægur þáttur í endurhæfingunni. Bæði sjúklingurinn og aðstandendur hans þurfa stuðning til að aðlagast breyttu lífi. Þau hafa eðlilega miklar áhyggjur sem leiða til ótta, vanmáttarkenndar, reiði og oft til einangrunar. Margar spurningar vakna um endurhæf- inguna, horfur, heimilis- og fjölskyldulíf, kynlíf, atvinnu, umhverfi og fjármál. 9. Óh\ - kvfði Oft eru bæði hinn fatlaði og fjölskylda hans hrædd við að spyrja, oft af ótta við svörin. Þess vegna er svo mikilvægt að trúnaðar- traust ríki milli hins fatlaða og fjölskyldu hans og fagfólksins og að hvatt sé til spurn- inga og umræðna um þessi mál þannig að hinn fatlaði og fjölskylda hans fái þá hjálp sem þau þarfnast. Með því að geta rætt um vandamálin er hægt að bægja einhverju af kvíðanum og vanmáttarkenndinni frá og vinna sig út úr vandamálunum. Það kemur fyrir að sjúklingur er útskrifaður heim áður en honum finnst hann tilbúinn til þess og hann telur þá að meiri eða öðruvísi þjálfun muni skila honum meiri árangri. Því miður eru þessir einstaklingar oft enn á einhvers konar afneitunarstigi, þar sem þeir geta ekki sætt sig við fötlun sína. Það hefur hins vegar oft reynst betra að útskrifa sjúklinga fyrr til síns heima þannig að þeir læri að lifa lífinu að nýju við breyttar aðstæður og komi ef til vill aftur inn til áframhaldandi endurhæfingar eftir ákveð- inn tíma, þar sem lögð er áhersla á þá þætti, sem erfiðast hefur reynst að glíma við eftir að heim var komið. Við leggjum áherslu á að aukin færni geti átt sér stað eftir að sjúklingurinn útskrifast frá endurhæfingadeild og við höfum einmitt oft séð framfarir í langan tíma eftir útskrift. Framfarirnar fara þó algerlega eftir virkni hins fatlaða sjálfs og eru því mikið undir honum sjálfum komnar. Ef um áframhald- andi framfarir er að ræða teljum við það einmitt sýna góðan árangur endurhæf- ingarinnar, þar sem hinn fatlaði hefur tekið ábyr gðina á sínu eigin lífi á sínar eigin herðar. Ef hann leggur hins vegar árar í bát eftir að heim er komið er hann fljótur að tapa niður þeirri færni, sem hann hefur náð á endur- hæfingartímabilinu. Sátt Smám saman aðlagast flestir þ ví að lifa lífinu við þessar breyttu aðstæður, bundnir hjóla- stól. Þeir læra að lifa í þessum nýja heimi og komast smám saman að því að lífið er þrátt fyrir allt þess virði að lifa því þrátt fyrir fötlun og hjólastól. Eða eins og fram kemur í hugsuninni bak við þessi samtök: „Nóttin verður að víkja fyrir döguninni. Fyrst er dögunin örlítil skíma í austri, sem er átt upprisunnar og nýs lífs. I dögunni er líka nýtt upphaf". „Dögunin fylgir öllum nóttum, fyrr eða síðar". 19

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.