Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 28

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 28
Dögun skiptir miklu máli í þróun líkamsímyndar og sjálfsímyndar almennt. Barninu verður fljótt tamt að sjá sjálft sig í spegli skoðana og væntinga annarra, einkum foreldra sinna (5). Viðbrögð foreldra við líkamskönnun barnsins eru talin vega þungt í mótun líkamsímyndar barnsins. Lýsi þeir almennt megnri vanþóknun á þessari sjálfskönnun, ýtir það undir þá skoðun hjá barninu að eitthvað sé „ vont" við líkama þess og viðbúið að það ali með sér sektarkennd vegna hans. Fái barnið hinsvegar ekkert aðhald eða leiðbeiningar í umgengninni við eigin líkama, er líklegt að það eigi erfitt með að þróa með sér sjálfsaga og virðingu fyrir líkama sínum (2). Barnið fer að fá stjórn á líkama sínum og byrja að þróa samhæfingu hans á seinni hluta 1. aldursárs. Smám saman fer það að fá aukið vald yfir handahreyfingum, lærir að ganga og að stjórna þvag- og hægðalosun. Vitundin um þessa stjórn vex jafnt og þétt og er mjög nátengd líkamsímynd og sjálfs- virðingu barnsins. Sé félagslega umhverfið jákvætt gagnvart viðleitni barnsins, ýtir það undir jákvæða líkamsímynd þess og sjálfs- virðingu. Hlýleg snerting foreldra er barninu mikilvæg við að móta líkamsímynd þess og ýtir undir jákvætt sjálfsmat (2). Mikil þróun verður á líkamsímyndinni á unglingsárunum, jafnhliða líkamlegum breytingum og kynhvöt. Aukin áhersla er lögð á útlit, einkum í þeim tilgangi að ganga í augun á hinu kyninu. Þá fer félagslega umhverfið einnig að gera auknar kröfur um útlitið, og tísku- og auglýsingaímyndirnar magna þessar kröfurenn frekar. Á unglings- árunum eru sérstaklega sterk tengsl á milli líkamsímyndar og sjálfsvirðingar (3). Þótt sjónum hafi hér verið beint að bernsku og unglingsárum, heldur líkamsímyndin áfram að þróast og leika stórt hlutverk. Þeir þættir, sem að ofan eru nefndir eru tengdir henni ævilangt og hafa áhrif á sjálfsvirðingu fólks. Þetta er mjög skýrt þegar fólk missir að einhverju leyti stjórnina á eigin líkama, vegna slysa, sjúkdóma eða öldrunar. Þörfin fyrir hlýlega snertingu endist einnig ævina á enda og er of t sérlega rík hjá sjúklingum og öldruð- um. Þá er það mönnum tamt á öllum aldri (í mismiklum mæli þó) að sjá sjálfa sig með augum annarra. Þetta hefur mikla þýðingu hvað varðar afleiðingar slysa og sjúkdóma fyrir sjálfsímynd manna,og sýnir m.a. hvaða gildi lýtalækningar geta haft í að bæta líkams- ímynd og líðan viðkomandi. Brey+mga>* á líkamsímynd Líkamsímyndin er ekki alltaf í samræmi við raunverulegt ástand líkamans. Alltaf má finna einhvern minniháttar mismun, en þegar misræmið verður of mikið er það sjúklegt ástand, svokallað „mind-body- split". Þekktar eru geðrænar truflanir þar sem líkamsímyndin er brengluð, án þess að það eigi sér stoð í breytingum á útliti líka- mans, eins og sýnir sig í lystarstoli (anorexia nervosa) (9). Við sjúkdóma og slys, þar sem varanlegur líkamlegur skaði hlýst af, skerðist óhjá- kvæmilega líkamsímynd viðkomandi. Sú reynsla að missa líkamsímynd sína getur verið margskonar, eftir því hver missirinn er. T.d. eftir því hvort um er að ræða skerta starfsorku til frambúðar (örorku), eða breytingar á útliti. Mögulega hefur hún mikla félagslega þýð- ingu, eða kynferðislega. E.t.v. gerir hún framtíðardrauma viðkomandi að engu. Þá ber að hafa í huga að hver og einn bregst við missinum á sinn hátt. En í öllum tilfellum stendur einstaklingurinn frammi fyrir breyttum aðstæðum - breyttri sjálfsmynd. Það er eðlilegt að fólk syrgi það sem það hefur misst, jafnvel svipað og þegar um ástvinamissi er að ræða, og gangi í gegn um „sorgarferli", sem lýst verður hér á eftir. Lokastigið í ferlinu er aðlögun að hinni breyttu líkamsímynd (2). Ef þessi aðlögun misferst, getur það hinsvegar leitt til geðrænna einkenna s.s. þunglyndis og ofsakvíða. Þess vegna er mikilvægt að læknar, sem og annað heil- brigðisstarfsfólk, hafi skilning á því hvað sjúklingurinn gengur í gegn um og séu færir um að styðja viðkomandi á réttan hátt. 28

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.