Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 34

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 34
/s)ý T)ögut\ þreytueinkennum bregður fyrir og láti hann vita að tími sé kominn til að gera upp sín mál. lý+aaðgerða cx IfUamsímynd í vestrænum nútímaþjóðfélögum hafa verið skapaðar líkamsímyndir, sem eru eins konar óskaímyndir, þar sem æskan er dýrkuð en ellin, sem að áður fylgdi aukin virðing, er gerð óæskileg. Þessar líkamsímyndir eru að mestu verk tískuhönnuða og þannig háðar duttlungum hvers tíma. Þessum ímyndum er síðan dreift til fjöldans með fjölmiðlatækni nútímans, sjónvarpi, blöðum og tímaritum. Þetta getur leitt til ákveðinna vandamála þar sem neikvæð frávik frá viðtekinni líkamsímynd í þjóðfélaginu, eða normi, geta haft nokkuð alvarlegar geðrænar truflanir í för með sér. Séu þessi frávik meðfædd, fer þeirra sennilega að gæta fljótlega eftir að barninu verður það ljóst, að það er eitthvað öðruvísi en hinir. Þá ætti sá læknir, sem kemur til með að annast barnið í framtíðinni, að mynda góð tengsl við foreldrana og barnið sem allra fyrst. A gelgjuskeiðinu verða hin minnstu smá- atriði oft tilefni mikilla andlegra þjáninga og þannig getur líkamsímyndin orðið mjög neikvæð, sem leiðir til þess að viðkomandi lítur hýru auga til þeirrar tækni og fræða læknavísindanna, sem vinna að því að bæta hana þ.e. lýtalækningar. Þá verður lýtalækn- irinn að hafa það hugfast, að þetta eru tíma- bundnar truflanir, sem oftast ganga yfir, enda er oft gripið til þess ráðs að segja, að biðtími og biðlistar séu mjög langir, eða þá að gefa til kynna, að aðgerðin sé ótímabær. Þannig er hægt að kanna alvöruna á bak við þessaróskir. Meðbreyttu viðhorfi tilellinnar er það nú æ algengara, að fólk vilji halda sem lengst í æskublóma sinn og leggi ýmis- legt á sig til þess. Ljóst er að með lýtalækningum er hægt að leysa geðræn vandamál af þessum toga eða að komast fyrir rót þeirra. Þó er mikilvægt að áður en lagt er í að leysa svona geðræn vandamál með skurðaðgerð, fullvissi lækn- irinn sig um að þau séu af lýtinu sprottin. Fari læknir að lagfæra lýti, sem eru í raun afleiðing geðrænna truflana, en ekki orsök, getur sá sjúklingur orðið lækninum mjög erfiður viðfangs. Lýtið þarf ekki að vera stórt til hann líti á það sem stóralvarlegan galla. Það getur í raun einungis verið til í kolli viðkomandi. Til dæmis má nefna, að ekki er óalgengt að við alvarlega geðsjúk- dóma vilji fólk, þá einkum unglingar, fá líkama sínum breytt. Það geta verið fyrstu einkenni sjúkdómsins og eftir aðgerðina getur það orðið afar óánægt, því ekki er verið að vinna á hinu eiginlega meini, og þá snýr það jafnvel ranghugmyndum sínum upp á lækninn. Svona einstaklinga má oft þekkja á undarlegum ástæðum fyrir lýtaað- gerð, og óraunhæfum kröfum til hennar. Ef grunur leikur á um að um svona tilfelli sé að ræða, ætti að senda viðkomandi í geðrann- sókn og taka síðan ákvörðun um framhaldið í samráði við geðlækni. Einstaklingur, sem er það afbrigðilegur að hann sker sig úr fjöldanum, getur verið haldinn minnimáttarkennd, þó ekki sé um geðsjúkdóm að ræða. Þá getur lýtaaðgerð verið til mikilla bóta. Sé um viðamikla galla að ræða, getur þurft að lagfæra þá í nokkrum skrefum. Þá getur hvert vel heppnað skref verið viss áfangasigur og viðhaldið voninni um góðan lokaárangur. Þó er nauðsynlegt, að læknir búi sjúklinginn á raunhæfan hátt undir hverja aðgerð, þ.e. vera ekki að vekja neinar gyllivonir. En lýtalæknirinn þarf einnig að hafa í huga, að aðgerðin sjálf getur valdið ákveðnum geðtruflunum, þ.e. að sjúklingurinn þoli hana illa. Þetta á einkum við um gamalt fólk og áfengissjúklinga. Þá þarf læknirinn að vera tilbúinn til að fást við og hjálpa sjúkl- ingum með þau vandamál. Við slys, eða aðrar aðstæður þar sem líkams- ímynd breytist snögglega, hefur það mjög góð áhrif á sálartetrið ef hægt er að færa líkamsímyndina að fyrra horfi t.d. með lýta- aðgerð. 34

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.