Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 33

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 33
)ý DoguKw hans hafi heppnast vel. Það getur valdið sjúklingunum miklum vonbrigðum ef aðgerðin stendur ekki undir þeim vænt- ingum sem gerðar voru fyrir hana. Þessi andlegi undirbúningur fyrir aðgerð er mjög mikilvægur fyrir sjúklinginn. Hann minnkar hættu á geðrænum truflunum eftir aðgerðina, og hjálpar sjúklingnum líka að sætta sig við orðinn hlut. Hann jafnar sig fyrr og getur fyrr farið að takast á við lífið á ný. Einnig er þetta nokkur öryggisþáttur fyrir lækninn, þannig að sjúklingurinn viti að læknirinn geri það sem hann getur, og þá áfellist sjúklingurinn hann síður ef útkoman er ekki í samræmi við væntingar. Geðrænar truflanir í kjölfar aðgerða sem leiða til skertrar líkamsímyndar eru nokkuð algengar, og einkum og sér í lagi ef breytingin er það mikil að fullur bati og geta muni ekki nást, eða ef langan tíma tekur að jafna sig eftir aðgerðina. Kannski finnst sjúklingnum hann vera betur settur án aðgerðarinnar, t.d. þurfi að fjarlægja handlegg, sem var kalinn, jafnvel þó hann viti að sé hún ekki fram- kvæmd hljóti hann enn meiri skaða af. Sé aðgerð mjög afdrifarík fyrir sjúkling, verður læknirinn að vera viðbúinn að hjálpa sjúklingi að leysa ýmis vandamál, bæði geð- ræn og félagsleg, sem upp geta komið í kjölfar hennar. Þetta á einkum við ef sjúkl- ingurinn getur ekki tekið upp fyrri lífshætti. Þá er eðlilegt að sjúklingurinn geti alltaf leitað til læknisins með vandamál, sem upp kunna að koma, þó ekki svo að hann sé að ónáða lækninn út af engu í tíma og ótíma. Það er raunar ákaflega mikilvægt að læknir og sjúklingur myndi þannig tengsl sem allra fyrst.Það er einn af grunnhæfileikum mannsins að geta lagað sig að breyttum aðstæðum. Þó að handlegginn vanti, er langt frá því að einstaklingnum þurfi að finnast hann gagnslaus, eða eins og segir í Hávamálum: „Hjörð rekur handarvanur". En sé ung manneskja í blóma lífsins svipt svona mikilvægum hluta líkamans, eða einhverju öðru því sem fyllir upp í þá mynd sem henni finnst eiga að vera af líkama sínum, er kannski ekki auðvelt fyrir hana að koma auga á þennan aðlögunarhæfileika. Hugsanlegt er jafnvel að hún vilji frekar deyja, heldur en segja skilið við fyrri lífsmáta að öllu leyti eða að hluta. Þá geta vaknað ýmsar tilfinningar, sem læknirinn getur þurft að kljást við, svo sem sorg eða reiði. Það getur vissulega fylgt því mikil sorg að sjá fram á það að geta ekki stundað fyrri tóm- stundaiðju með vinum, og að geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu af sama krafti og áður. Sjúklingar geta sýnt lækni reiðiviðbrögð, og kennt honum um hvernig komið sé fyrir sér, jafnvel þó að læknirinn hafi bjargað lífi við- komandi. Það er mjög algengt að einstakl- ingar fyllist almennri reiði út í allt og alla eftir stóráfall, eins og t.d. þurfi að nema á brott fót, en síðar færist reiðin yfir á lækninn eða jafnvel heilbrigðisþjónustuna í heild. Hún hentar oft vel sem blóraböggull. Það er vissulega jákvætt að sjúklingurinn fái útrás fyrir tilfinningar sínar, en læknirinn verður að bregðast rétt við og skilja hvað liggur þarna að baki. Hann má alls ekki flýja og skilja sjúklinginn eftir einan með tilfinn- ingaflækju, heldur þarf að hjálpa honum að leysa úr flækjunni. Gefa þarf sjúklingnum tækifæri til að tala út um sín mál, og læknirinn verður að vera reiðubúinn til að hlusta. Oft verður læknir að þola miklar skammir frá sjúklingnum, en hann verður samt að gæta þess að láta hann ekki vaða yfir sig. Það er jú réttur læknisins að halda sjálfs virð- ingunni. Sjúklingurinn þarf að finna að læknirinn skynji tilfinningaástand hans og að læknin -um finnist eitthvað til þess koma sem sjúklingurinn segir. Einnig getur snert- ing verið mikils virði sem og málrómurinn. Hér skiptir miklu fyrri reynsla læknisins, og eins hvort læknir hneigist til að samsama sig sjúklingnum. Það getur haft áhrif á tilfinningar læknisins hvort sjúklingurinn minnir hann á einhvern sem hann er nátengdur, t.d. son eða dóttur. Blandist tilfinningar læknisins inn í meðferð sjúklingsins, sem óhjákvæmilega gerist stundum, þarf læknirinn tíma til að vinna úr þeim. En gefi hann sér ekki tíma til þess er æskilegt að samstarfsaðili geti greint það ef 33

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.